Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 11
Reykjavlk, Signý, leikhússtjóri á Akureyri, Þórunn, kennari í Reykjavík, Sig- þrúður, vinnur a5 myndlist í Reykjavik, Anna Heiða, stundar verslunarstörf í Reykjavík og ívar, sem stundar nám í viðskiptafræðum við Háskóla islands. Áður en Páll kvæntist eignaðist hann einn son, Gísla Hlöðver, sem búsettur er í Bandaríkjunum, doktor í stjörnufræði og prófessor við Michigan Uni- versity. Af því sem hér að framan er rakið má sjá, að Páll var alla tíð mikill dugn- aðar og atorkumaður og áhugasamur um margvísleg félagsmál. Kynni mín af Páli hófust ekki fyrr en hann var orðinn þekktur lögmaður, er ég réðist sem fulltrúi á málflutningsskrifstofu hans árið 1964, þá nýkom- inn frá prófborði. Minnist ég þess, að það var með nokkrum kvíða, að ég hóf störf, þar sem mér hafði verið sagt, að Páll væri harður í horn að taka og óvæginn við fulltrúa sína. Kviði minn reyndist þó með öllu ástæðulaus. Páll reyndist mér hinn besti húsbóndi, þægilegur og hjálpsamur kennari, sem studdi mig dyggilega fyrstu sporin í starfi. Er tíminn leið kynntist ég betur hver mannkostamaður Páll var og hefur það verið mér mikils virði að hafa kynnst honum og notið vináttu hans. Páll var margþættur persónuleiki, glaðbeittur og upplitsdjarfur og gekk að hverju verki af einurð og dugnaði. Var hann mikill afkastamaður, enda eftirsóttur sem traustur og virtur lögmaður. En þótt ég minnist Páls sem húsbónda og kollega, minnist ég hans miklu fremur sem góðs vinar um margra ára skeið. Ég minnist laxveiðimannsins og ótal ánægjulegra sam- verustunda við Laxá á Ásum, ég minnist hestamannsins, þeysandi á Blesa sínum upp um heiðar á björtu vorkvöldi, ég minnist hagyrðingsins, sem gat sett fram skemmtilega og oft beinskeitta vísu, við nánast hvaða tækifæri sem var, ég minnist ferðafélagans úr ótal ferðum innanlands og utan, en við hjónin áttum þess kost að ferðast með Páli og Guðrúnu þó nokkrum sinnum til útlanda og eigum við margar ánægjulegar minningar úr þeim ferðum. Ég minnist gestgjafans, en Páll var höfðingi heim að sækja og naut þar dyggs stuðnings eiginkonu sinnar. Var alltaf jafn notalegt að koma í Steinnes, eða eins og það heitir nú, Skildinganes 28, þar sem Páll bjó með fjölskyldu sinni, og er heimilið með miklum myndarbrag. Páll var ágætur hagyrðingur eins og fyrr segir og hann var einnig vtð- lesinn og fróður og hafði á hraðbergi Ijóð góðskálda okkar. Oft var það á gleðistund, að Páll fór með vtsu eða sagði frá einhverju áhugaverðu efni, sem hann var að lesa þá stundina. En Páli lét ákaflega vel að segja frá, hann var mælskur vel og átti auðvelt með að setja mál sitt fram á einfaldan og skýran hátt. Naut hann þess bæði í starfi sínu sem málflytjandi og ekki sfður við ýmis tækifæri sem hnyttinn og skemmtilegur ræðumaður. Með Páli er genginn einn af svipmestu lögmönnum samtíðarinnar, sem ekki gleymist þeim er honum kynntust. Þorsteinn Júlíusson 129
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.