Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 40
stunda starfsemi, sem opinbert leyfi, löggildingu, skipun eða próf þarf til að gegna. I báðum tilvikum má í dómi svipta dómfellda heimild til að rækja starfann. Skilyrði réttindasviptingar eru þó nokkuð mismun- andi. Um opinberu starfsmennina er það forsenda, að dómfelldi telj- ist ekki framar „verður eða hæfur“ til þess að gegna starfanum. Meg- inviðmiðunin um hinn flokkinn er sú, að svipta má heimildinni, ef brotið gefur til kynna, „að verulég hætta sé á því, að sakborningur muni fremja brot í stöðu sinni eða starfsemi", en þó má svipta hann réttindum, þegar brot er stórfellt, „ef hann telst ekki framar verður til að rækja starfann eða njóta réttindanna“. Ljóst er, að það er veigamikill þáttur í viðleitninni til að laga og laða sakborning að þjóðfélaginu, þ. e. við endurhæfingu hans, að refsi- dómurinn baki honum sem minnstan tálma um störf og stöðu í þjóð- félaginu eftir að dóminum er fullnægt eða hann er niður fallinn með öðrum hætti. Flekkun mannorðs og þau víðtæku réttindaáhrif, sem við þá viðmiðun var tengd, voru þeirri viðleitni næsta öndverð. Rétt- látara er að liyggja að því, hver efnistengsl séu milli brots og hverra einstakra þeirra réttinda, sem háð eru löggildingu, leyfi o. fl„ þ. e. að haga viðmiðun svo, að meta eigi, hvort brotið gefi til kynna hættu á því, ef að líkum lætur, að sakborningur fremji brot í stöðu sinni eða starfsemi. Þetta er að vísu vandasamt mat í einstöku tilviki, en stundum getur þetta verið næsta skýrt. Þótt stýrimanni hafi orðið á að gefa út innstæðulausan tékka og fá gegn afhendingu hans varn- ing, gefur það naumast til kynna verulega hættu á, að hann muni fremja brot í stöðu sinni. Hér hefði mannorð mannsins væntanlega flekkast eftir þeim lögum, sem í gildi voru fyrir gildistöku laga 31/ 1961, með þeim afleiðingum, að hann hefði misst réttindi sín. Þetta var „dura lex, sed lex“, og lög 31/1961 voru mikilvæg réttarbót á sínum tíma, og þá ekki síður þau lög, sem hegningarlaganefnd samdi frumvarp að, í tengslum við þessa breytingu, sbr. lög 27/1961 (tann- lækningar), 32/ s. á. (dómtúlkar og skjalaþýðendur), 33/ s. á. (leið- saga skipa), 39/ s. á. (sóknarnefndir og héraðsnefndir), 42/ s. á. (lög- giltir endurskoðendur), 44/ s. á. (réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins), 46/ s. á. (löggiltir niðurjöfnunarmenn sjótjóns) auk ákvæða um kosningarrétt og kjörgengi til alþingis og við sveitarstjórnarkosn- ingar, svo sem fyrr segir. Sú stefna var mörkuð, að í lögum um ein- stök atvinnuréttindi yrði svo fyrir mælt, að heimilt væri að svipta menn réttindum, ef 2. mgr. 68. gr. hgl. ætti við um hagi þeirra, og með því hefir efnissvið óflekkaðs mannorðs í reynd verið þrengt. Hefir þessi stefna oft verið virt í síðari löggjöf, sbr. t. d. lög 35/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.