Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 9
þess hve vinsæll og virtur próf. Lassen hafði ætíð verið meðal hinna ís-
lensku laganema.
Þann 14. júlí 1928 kvæntist Jón Margréti Jónsdóttur bónda í Skólabæ.
Skömmu eftir giftinguna reistu þau sér hús á landi Skólabæjar, Suðurgötu
26, og bjuggu þar alla tið síðan. Þeim varð ekki barna auðið en fósturdóttir
þeirra hjóna er dr. Ólafía Einarsdóttir fornleifa- og sagnfræðingur sem bú-
sett er í Kaupmannahöfn.
Ég kynntist Jóni fyrst sem laganemi og hitti hann alloft hin síðari ár. Hann
var sérstakt Ijúfmenni, ætíð glaður og hress í lund, jafnvel þótt slæmur
hjartakvilli þjáði hann hin síðari ár ævinnar. Samviskusemi og nákvæmni
einkenndi hann í öllum störfum og yfirborðsmennsku var ekki að finna í
fari hans. Þekking hans í lögum og sögu þjóðarinnar var viðtæk og hann
hafði ánægju af því að miðla yngri mönnum af þeim fróðleik.
Sambúð þeirra hjóna Jóns og Margrétar var löng og farsæl en Margrét
andaðist 1965. Þótt Jón hefði aldrei stundað nám við Háskóla íslands ákváðu
þau hjón að arfleiða Háskólann að húseign sinni að Suðurgötu 26 eftir sinn
dag. Er sú gjöf ein hin stærsta sem Háskólanum hefur hlotnast og sýnir
hvaða vonir Jón og kona hans bundu við þessa æðstu menntastofnun þjóð-
arinnar. Er slíkur höfðingsskapur fágætur, en kom engum á óvart sem þau
hjón þekktu.
Gunnar G. Schram
PÁLL SIGÞÓR PÁLSSON
Páll S. Pálsson hæstaréttarlögmaður lést hinn
11. júlí sl.
Páll var fæddur 29. janúar 1916 að Sauða-
nesi í Torfalækjarhreppi, Austur-Húnavatns-
sýslu. Foreldrar hans voru þau Páll bóndi þar
Jónsson, Jónssonar bónda á sama stað og
kona hans Sesselja Þórðardóttir, bónda frá
Steindyrum í Svarfaðardal, Jónssonar. Páll var
því norðlendingur að uppruna, kominn af rót-
grónu bændafólki í báðar ættir.
Páll ólst upp hjá foreldrum sínum í Sauða-
nesi. Ekki átti það þó fyrir honum að liggja að
feta í fótspor feðranna og gerast bóndi, því að
hugur hans stóð til mennta. Settist hann i Hér-
aðsskólann í Reykholti og nam þar á árunum
1933 til 1935. Þá fór Páll til Reykjavíkur, þar
sem hann hóf nám í Kennaraskóla íslands og lauk kennaraprófi 1937. Þeg-
ar að loknu kennaraprófi hóf Páll kennslustörf og stundaði barnakennslu til
ársins 1942, auk þess sem hann var stundakennari við Kvennaskólann í
Reykjavík á árunum 1942 til 1952.
Þó að Páll þyrfti að vinna fyrir sér með kennslu, var hann ákveðinn í að
afla sér frekari menntunar og lauk stúdentsprófi, utanskóla, við Mennta-
127