Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 28

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 28
nýrri grein, 57. gr. a. við alm. hgl., og skv. henni getur refsing orðið að nokkru óskilorðsbundin, þ. e. allt að 3 mánaða fangelsi, en skilorðs- bundin að öðru leyti (og er þá refsing ákvörðuð sbr. 1 að framan). V. 2. Um skilorðsdóma skv. lögum 22/1955 er fjallað í ritgerð minni í Úlfljóti 1. tbl. 1956 (einnig fjölrituð í ritinu Viðurlög við afbrotum, 1971) og er vísað til hennar, en hér síðar verður vikið að dómum, er þá gerð varðar. V. 3. Um úrræði það, sem lögmælt var með lögum 101/1976 9. gr. skal á það bent, að skv. lögum 19/1940 VI. kafla og lögum 22/1955 var um það að ræða að dæma skilorðsbundið fullum fetum eða óskil- orðsbundið til hlítar. Lífið er tilbrigðaríkt, og í reyndinni geta vaknað ýmis tilvik, þar sem lítt þykir gerlegt sakir eðlis brots eða brota og raunar dómvenja og svo vegna haga manns og sakarferils að dæma skil- orðsbundið út í hörgul. Þótti rétt bæði hér á landi og í Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð að heimila dómstólum að tengja saman óskilorðsbundna refsingu og skilorðsbundna og mætti etv. nefna slík úrræði samþættan dóm (kombineret dom).1) Með þessu er vikið frá þeirri meginforsendu skilorðsdóma, sem mjög lengi var á oddi í refsirétti, að tilgangur skil- orðsdóms væri að forða manni með öllu frá því að lenda á refsistofnun (eða sæta fullnustu annarrar refsingar eða jafnvel að sæta refsiákvörð- un) og með skilorði skyldi þá höfða til hins „betri manns“. Á síðari árum hafa menn eigi talið einhlítt, að þetta ætti að ráða úrslitum frá sakfræðilegu sjónarmiði. Er því m. a. haldið fram í enski’i og banda- rískri refsifræði, að hinn óskilorðsbundni þáttur dómsins hafi aukin varnaðaráhrif á mann og árétti hve alvarlegt brot hans sé að mati þjóðfélagsins. Benda má á það gildi hins nýja úrræðis, að fleiri menn en ella geta notið kosta skilorðsdóms að nokkru en ella væri, því að oftast myndi refsing verða dæmd að fullu óskilorðsbundið, ef þetta lagaúrræði hefði ekki verið lögfest. Frá því sjónarmiði má segja, að lögin hafi rýmkað svið skilorðsdóma. Á hinn veg minna þessir sam- þættu dómar á reynslulausn. Hér er þó hvorttveggja, að í slíkum dómi er einskorðað fyrirfram, hvenær refsivist ljúki og hitt, að menn myndu oft afplána lengur refsivist, þegar reynslulausn er veitt, en skv. ákvæð- um hins samþætta dóms, sbr. þó hrd. LIII:96. Athugandi er í þessu sambandi, að reynslulausn verður ekki veitt á hinum óskilorðsbundna 1) Þegar dæmd eru tvenns konar viðurlög, refsivist og fjársekt, sbr. einkum ávana- og fíkniefnamál, hefi ég nefnt þá dóma tvíþætta dóma. 146

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.