Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 10

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Page 10
skólann ( Reykjavík 1940. Þá settist hann í Háskóla Islands, þar sem hann Iagði í fyrstu stund á nám í íslenskum fræðum, en sneri sér fljótlega að lögfræðinni og lauk prófi úr lagadeild árið 1945. Réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi fékk Páll 1946. Hæstaréttarlögmaður varð hann árið 1956. Árið 1945 réðist Páll til Félags íslenskra iðnrekenda, fyrst sem skrifstofu- stjóri, en var síðan framkvæmdastjóri félagsins á árunum 1947 til 1956. Þá setti hann á stofn eigin málflutningsskrifstofu, sem hann rak eftir það til dauðadags. Meðan Páll starfaði hjá Félagi íslenskra iðnrekenda gegndi hann einnig ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir þá, var m. a. formaður bankaráðs Iðn- aðarbanka íslands frá stofnun 1952 til 1957 svo og formaður Iðnaðarmálastofn- unar íslands frá stofnun 1953 til 1957. Þá sat Páll einnig ( ýmsum nefnd- um fyrir hönd iðnrekenda. Árið 1952 fór Páll til Bretlands, þar sem hann kynnti sér vinnulöggjöf og starfsemi vinnumálaráðuneytisins í Bretlandi á vegum Alþjóða Vinnumálastofnunarinnar í Genf. Eftir að Páll gerði málflutning að aðalstarfi sínu, aflaði hann sér skjótt trausts fjölda viðskiptavina og varð brátt einn af þekktustu lögmönnum landsins. Hann tók ætíð mikinn þátt í félagsstörfum á vegum stétt- ar sinnar og sat m. a. í stjórn Lögmannafélags íslands 1970 til 1971 og var formaður félagsins árin 1973 til 1976. Þá var Páll einnig formaður íslands- deildar The World Peace Through Law Center frá nóvember 1974. Af öðrum störfum Páls sem lögmanns og sem dæmi um það traust, er hann naut, má nefna, að hann var settur saksóknari ríkisins í nokkrum mál- um fyrir Hæstarétti 1961 og skipaður dómari í félagsdómi eftir tilnefningu V.S.Í. 1978. Þá var Páll einnig skipaður formaður Kjaranefndar ríkisins 1963 og gegndi því starfi til ársins 1975. Ýmsum félagsmálum sinnti Páll, sem á einn eða annan hátt tengdust áhugamálum hans og lögmannsstarfi. Hann var framkvæmdastjóri Fasteigna- eigendafélags Reykjavfkur 1946 til 1948 og formaður Húseigendafélags Reykjavíkur 1958 til 1967 og aftur frá 1978 þar til hann lést. Formaður Hús- og landeigendasambands íslands frá stofnun þess 1962, svo og formaður Hús- og landeigendasambands Norðurlanda 1969 til 1973. Á árinu 1978 var Páll skipaður f nefnd til þess að semja frumvarp til laga um réttindi og skyldur leigusala og leigutaka húsnæðis. Þá var hann formaður Ungmennafélags Reykjavíkur 1942, Stúdentaráðs 1943-44, Stúdentafélags Reykjavíkur 1947, Barnavinafélagsins Sumargjafar 1957 til 1962 og meðstjórnandi í Rauða- Kross-deild Reykjavíkur frá árinu 1975. Páll sinnti nokkuð ritstörfum. Samdi m. a. kennslubók í félagsfræði, ís- lenska þjóðfélagið, sem út kom í Reykjavík 1955 og 1957, var meðritstjóri að Iðnaðarritinu á árunum 1946 til 1949 og greinar birtust eftir hann bæði ( innlendum og erlendum tímaritum. Páll var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar 1976. Árið 1945 kvæntist Páll eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Stefánsdóttur Stephensen, en faðir hennar var trésmiður, er lengi bjó í Winnipeg í Kan- ada, og móðir hennar, sfðari kona Stefáns, Friðný Gunnlaugsdóttir Stephen- sen. Þeim Páli og Guðrúnu varð átta barna auðið, og eru þau öll á lífi, Stefán, hæstaréttarlögmaður í Reykjavík, Sesselja, búsett í Bandaríkjunum, á þar og rekur veitingastað í New York, Páll Arnór, hæstaréttarlögmaður í 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.