Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 42
VII. ÁKVÆÐI 173. GR. A ALM. HGL. UM ÁVANA- OG FÍKNIEFNABROT. VII. 1. Ofangreindu ákvæði var bætt í alm. hgl. með lögum 64/ 1974, og hafa hliðstæð ákvæði verið lögfest annars staðar á Norður- löndum, sbr. m. a. 191. gr. dönsku hgl., sbr. lög 276/1969 og 268/1975. Mælir greinin fyrir um þyngd viðurlög við tilteknum, meiriháttar brot- um á lögum um ávana- og fíkniefni, sbr. lög 65/1974. Taka ákvæði 173. gr. a til þess skv. 1. mgr. að 1) láta mörgum mönnum í té ávana- og fíkniefni eða 2) afhenda þau gegn verulégu gjaldi eða 3) á annan sérstaklega saknæman hátt, svo og skv. 2. mgr. 4) að framleiða, búa til, flytja inn, kaupa, láta af hendi, taka við eða hafa í vörslum sínum efni þessi í því skyni, er segir í 1. mgr. Skv. 2. mgr. verður ásetningur manns að ná til þess að láta mörgum mönnum þau í té o. s. frv. Er refsing skv. 173. gr. a allt að 10 ára fangelsi, en skv. lögum 65/1974, 5. gr., sbr. lög 75/1982, 9. gr. varðar brot á þeim lögum sektum allt að 1 millj. nýkr., varðhaldi, eða fangelsi allt að 2 árum. Með því að lögfesta þetta ákvæði í alm. hgl. og skipa því þar í kaflann um brot, sem hafa í för með sér almannahættu, er áréttað, að þessi brot séu alvarlegs eðlis. Auðsætt er, að umfangsmikil dreifing fíkniefna gerir brot sérstak- lega saknæmt, m. a. þegar til þess er stofnað að afhenda þau nokkrum hópi manna, oft ótilteknum hópi raunar, þar sem ekki er vitað nema afhending fari fram t. d. til vanheilla manna og ungmenna. Sama er yfirleitt, ef verulegt gjald er tekið fyrir, en oft er það hagnaðarhvöt- in sem ræður framningu brotanna. Talað er einnig í textanum um önn- ur atvik, sem gera brot saknæmt, og er þá átt við það, að hættuleg efni, svo sem kokain eða morfin, séu afhent eða fíkniefni séu afhent börnum eða ungmennum o. fl. Forsenda þess, að 173. gr. a verði beitt er sú, að verknaður varði við lög 65/1974. Tengsl laganna eru á þá lund, að 173. gr. a útilokar að refsiviðurlögum laga 65/1974 yrði einnig beitt um sama atferlið, „en þess er þó að geta, að sum brot tiltekins manns geta varðað við síðargreindu lögin, en önnur tiltekin brot“, við refsiákvæði 173. gr. a, sbr. greinargerð með frv. Dæmi um þetta er hrd. LIII:281 (282—3), þar sem tvö brot, hin fyrstu, voru talin sérstæð í tímaröð, en hin brotin öll voru þáttur í brotahrinu, sem virða bar heildstætt, en ekki sérstætt, og var um þau beitt 173. gr. a hgl. Sbr. og hrd. LIII:816, þar sem eitt brot var talið falla utan samfelldrar brotastarfsemi, sjá og 160
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.