Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 68

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 68
um kannanir á setlögum innan íslensks yfirráðasvæðis, sem kynni að innihalda kolvetni, olíu eða gas, að annast samningaviðræður f. h. ráðu- neytisins við þá aðila, sem rétt væri að tækju þátt í könnun varðandi olíuleit, að semja drög að reglum um hagnýtar rannsóknir á auðlind- um landgrunnsins og láta fara fram könnun á hugsanlegum umhverfis- áhrifum olíuvinnslu, ef til kæmi hér við land. Nefnd þessi er í daglegu tali kölluð nefnd um hagnýtar hafsbotnsrannsóknir (NHH). 3. Hinn 17. ágúst 1978 veitti iðnaðarráðherra fyrirtækinu Western Geophysical Co. of America leyfi til mælinga á setlögum norðan ís- lands. Þar sem leyfi þetta er fyrsta sérleyfið, sem fyrirtæki er veitt til slíkrar könnunar, er rétt að rekja nokkuð meginskilyrði þess, en það er að verulegu leyti sniðið eftir norskum fyrirmyndum. Leyfishafi skuldbindur sig til þess að vinna að könnuninni samkvæmt leyfisbréfinu og í samræmi við gildandi íslensk lög og reglur. Könn- unin tekur til fjögurra mælingalína samals um 1100 km lengd og eru landfræðileg hnit upphafs- og endapunkta mælingalína ákveðin. Leyf- ið heimilar leyfishafa að gera bergmáls- segul- og þyngdarmælingar, en borun er óheimil. Mælingar skulu gerðar á því rannsóknarskipi, sem leyfishafi hafði sótt um leyfi fyrir og skyldi notað við rannsóknirnar. Skipshafnarskrá og skrá um sérfræðinga um borð í skipinu skyldi kynnt og allar breytingar tilkynntar iðnaðarráðuneytinu. Meðan á mæl- irigum stæði skyldi rannsóknarskipið tilkynna Landlielgisgæslunni um næstu strandstöð, daglega staðsetningu skipsins kl. 10.00 að íslensk- um tíma. Komi skipið í íslenska höfn skuli það hlýta íslenskum regl- um og greiða þau gjöld sem venja sé um slík skip. Ráðuneytið áskildi sér rétt til að hafa trúnaðarmann um borð meðan skipið væri að mæl- ingum. Þá skyldi trúnaðarmaður ráðuneytisins taka þátt í úrvinnslu gagna. Leyfishafi skyldi láta ráðuneytinu í té ítarlega skýrslu um fram- kvæmd og niðurstöðu könnunarinnar í síðasta lagi innan 6 mánaða eft- ir lok mælinga. Skyldi leyfishafi þá afhenda ráðuneytinu að kostnaðar- lausu afrit af öllum þeim gögnum og aðstoða ráðuneytið við túlkun þeirra. Gert var ráð fyrir að gögnin yrðu meðhöndluð um nokkurt skeið sem trúnaðarmál með samþykki ráðuneytisins, en að þeim tíma liðnum skyldi leyfishafi afhenda ráðuneytinu frumeintök áðurgreindra gagna, sem yrðu þá eign þess. Leyfishafinn skyldi tilkynna ráðuneyt- inu hverju sinni, þegar hann léti öðrum aðilum í té upplýsingar um niðurstöður könnunarinnar og afhenda ráðuneytinu afrit af samning- um og aðrar slíkar upplýsingar. Leyfishafinn skuldbatt sig til að sjá 186
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.