Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Síða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Síða 3
TIHAIÍIT— i LÖI.IIMAHV.A 3. HEFTI 33. ÁRGANGUR NÓVEMBER 1983 MEÐDÓMSMENN Óvíða mun vera heimild í lögum fyrir almennan dómstól til þess að kveðja til sérfróða menn til þess að fara með og dæma mál með þeim hætti sem 1. mgr. 37. gr. A eml. nefnir. Að vísu er að finna heimildir bæði hér og erlendis um sérdómstóla, sem starfa á sérstökum sviðum og sem skipaðir eru sér- fróðum meðdómsmönnum. Slíkar heimildir skipta tiltölulega litlu máli í saman- burði við fyrrgreinda lagaheimild. Heimild fyrir dómara almenns dómstóls til þess að kveðja til sérfróða með- dómsmenn hefur verið í íslenskum lögum ( tæplega hálfa öld. Verður að líta svo á, að hún hafi áunnið sér verðskuldaðan sess í íslensku réttarkerfi og sé ein af séreinkennum íslensks réttarfars. í framkvæmd hefur heimildinni verið talsvert beitt. Verður að telja, að hún hafi gefist vel og að veigamiklir vankantar hafi ekki komið fram við beitingu hennar. Til staðfestingar á þessu má benda á, að með lögum nr. 28/1981 var gerð veigamikil breyting á eml. Eldri lagaheimild í 3. tl. 1. mgr. 200 gr. eml. um meðdómsmenn var þá endur- skoðuð og varð að 37. gr. A eml. Var ekki á neinn hátt þrengd heimild hér- aðsdómara til þess að tilnefna sérfróða meðdómsmenn nema síður væri. Aðalkostir íslenskra réttarreglna um sérfróða meðdómsmenn felast í tvennu: í fyrsta lagi hefur dómstóllinn sjálfur ekki á að skipa þeirri sérfræðiþekk- ingu sem nauðsynleg er til þess að rétt niðurstaða fáist. Besta leiðin til þess að ná þessu marki sýnist án efa vera sú að láta hina sérfróðu meðdóms- menn taka þátt í málsmeðferðinni og bera ábyrgð á dómsniðurstöðunni með líkum hætti og embættisdómara. Þarf tæpast að færa frekari rök að þessu. í öðru lagi skapa íslensku réttarfarsreglurnar um sérfróða meðdómsmenn viss tengsl á milli embættisdómara annars vegar og hins almenna borgara hins vegar. Slík tengsl eru nauðsynleg. Ávallt er hætta á því að embættisdóm- arar einangrist frá mörgum þáttum þjóðlífsins. Sú vitneskja og tengsl sem dómstóllinn getur fengið með sérfróðum meðdómsmönnum er mikilvægt mót- vægi gegn þessu. Hlutverk hinna sérfróðu meðdómsmanna verður þvl hér að öðrum þræði svipað því hlutverki sem kviðdómi er ætlað að gegna. Gegn íslenskum réttarreglum um sérfróða meðdómsmenn má færa fram þau rök, að viss hætta sé á því, að dómstóll taki afstöðu til ýmissa atriða í niðurstöðu sinni, sem acilar hafa ekki haft færi á að tjá sig um. Ekki verður þó talið, að þessi röksemd vegi þungt miðað við reynslu hér á landi. Dómari
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.