Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Side 18

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Side 18
kyni, sem náð hafa lögaldri, og þessa gætir einnig lítillega við auðgun- arbrot, sbr. einkum ráðstöfun á mun með eignarréttarfyrirvara selj- anda. Sbr. og hlut móður við fóstureyðingu. Svo sem áður greinir, hafa nokkur ákvæði alm. hgl. verið afnumin, og endurskoðun sú, sem nú er á döfinni, lýtur að afnámi eða samdrætti ýmissa fleiri ákvæða. At- hyglisvert er þó, að refsibólgan hér á landi er miklu meiri á vettvangi sérrefsilaga en alm. hgl., og er mjög brýn þörf á endurskoðun sérrefsi- laga og samræmingu ýmissa þátta í þeim, þ. á m. ákvæða um refsi- viðurlög, eignarupptöku og réttindasviptingu. 1 þessu sambandi er at- hugandi, að refsivarslan og beiting hennar grípa inn í þetta mál. Virðist svo sem refsivörsluaðiljar beiti sér ekki af verulegum þrótti við að fylgja eftir ýmsum refsiákvæðum, sbr. t. d. refsiákvæði helgidaga- löggjafar, ýmis ákvæði lögreglusamþykkta, sem virðast nánast liggja í þagnargildi, og að nokkru leyti ákvæði laga um hundahald í þéttbýli, þar sem það er bannað, sbr. þó tvo hæstaréttardóma frá 7. júní 1983. Frá vettvangi hgl. mætti helst benda á 210 gr. hgl., sbr. þó hrd. XLIV: 452. Liggja mismunandi og oft gildar ástæður til þessa. III. 2. Mat á refsiþörf er vitaskuld ekki „statískt“ fyrirbrigði, held- ur tekur það mið af síbreytilegum þj óðfélagsháttum og m. a. breyttum viðhorfum í félagslegum, efnahagslegum og siðgæðislegum efnum. Endurmat leiðir stundum til þess, að lögmælt verða refsimæli, sem ný eru af nálinni eða þeim breytt og t. d. þyngd viðurlög, sem fyrir hendi eru. Af breytingum hér á landi, sem falla innan þessara flokka, má minna á 120. gr. a og 165 gr. 2. mgr. varðandi loftferðaöryggi, 173. gr. a um ávana- og fíkniefni og 233. 'gr. a varðandi kynþáttamismunun o. fl. Ennfremur náttúruverndarlög (hin fyrstu frá 1957), skipulagslög (19/ 1964), tölvulög( 63/1981) lög um varnir gegn mengun sjávar af völdum olíu (14/1979), heilbrigðislöggjöf ýmiskonar, t. d. lög 50/1981, örýggis- ráðstafanir á vinnustöðum 1. 46/1980 og fyrri lög, lög um bann gegn ofbeldiskvikmyndum 33/1983 svo að fáeinna dæma sé getið. Sérstakt tilefni í þjóðlífinu getur orðið grundvöllur að setningu sérrefsilága, sbr. t. d. nú síðast lög um þjóðsöng íslendinga 7/1983. III. 3. Um viðurlög hefir það verið stefna síðustu ára að rýmka til um þau og veita dómstólum þannig aukið svigrúm til vals á þeim, þ. á m. að rýmka heimild til að beita fésektum, sbr. t. d. frá síðustu árum 106. gr. 1. mgr. alm. hgl., sbr. lög 101/1976, 11. gr. og breytingar á umferðarlögum 40/1968, 80. gr., sbr. lög 54/1976, 1. gr. og áfengis- 136

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.