Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 45
bandi, sbr. m. a. ummæli í hrd. XLV:1019. Sbr. og LIII:530, en þar segir svo: „Ákvæði 2. tl. 1. mgr. 5. gr. almennra hegningarlaga á við um meðferð hassefna, sem eigi voru send hingað til lands, en það ákvæði veitir heimild til þess að saksækja og refsa fyrir atferlið hér á landi að aðgættri 8. gr. 2. málsgr. laganna“. Sbr. og LIII:816 og hrd. 23/11 1983. Ennfremur XLVIII:1013, þar sem segir að vísun til 2. tl. 5. gr. hgl. sé ofaukið. Tilbrigðin eru tvö: 1) ákærði kaupir efni erlendis og sendir hingað og 2) ákærði kaupir efni erlendis og dreifir þeim þar. Þá hefir vaknað vandamál vegna erlendra dóma og áhrifa þeirra hér á landi, sbr. hrd. LIII:1718 og 1752. Um þetta segir svo í fyrri dóm- inum: „Dómur borgardóms Kaupmannahafnar . . . hefur hegningar- aukaáhrif í máli þessu, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940, þótt eigi víki það ákvæði að erlendum dómum, sbr. hins vegar 2. málsgr. 71. gr. .. . , en 78. gr. ... er sakborningi til hagsbóta and- stætt því sem er um 71. gr.“. I hrd. LIII:1752 reyndi á danskan, þýskan og franskan dóm. Enn- fremur má benda á 78. gr., sbr. við 2. mgr. 77. gr. um sektamörk í lögum 65/1974, sbr. síðastgreinda dóma o. fl. Einnig reynir mjög á ákvæði 2. gr. hgl. í mörgum þessara dóma, sbr. t. d. LIII:1570, 1782, 1822 og 1472. Þá koma fyrningarreglur til álita í málum þessum, sbr. hrd. LIII:1472, þar sem sök var talin fyrnd, sýknað af refsikröfu, eignarupptaka dæmd, en í LIII:530 var ekki talið hald í fyrningar- vörn. Um heimild manns til að verja sig sjálfan vísast til LIII:1373. 1 hrd. 23/11 1983 hagaði svo til, að S neitaði sakargiftum, sem voru eingöngu fólgnar í framburðum samsekra manna. Þeir voru eigi próf- aðir í máli því, sem höfðað var gegn S og var eigi sinnt kröfu af hálfu S um, að þeir yrðu prófaðir í málinu og tækifæri ynnist m. a. til sam- prófunar. Var S sýknaður af sakargiftum, sem reistar voru eingöngu á framburðum þessum. VII. 4. Á árinu 1982 voru dæmd 17 mál út af ávana- og fíkniefna- brotum, og 14 mál árið 1983. Er það mjög fágætt á síðari árum, að jafn mörg opinber mál séu dæmd út af samkynja sakarefni. Helst má benda á bifreiðamál, sem eru þó sundurleitari innbyrðis, sbr. árin 1969 og 1980, þegar slík mál voru sérstaklega tíð. Sum þessara fíkniefna- mála hafa verið næsta umfangsmikil, og stafar af þeim mikið vinnu- álag á dómstóla. VII. 5. Viðurlög í dómum Hæstaréttar á árinu 1982 og 1983 í mál- um þessum eru svo sem hér segir: 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.