Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Side 45

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Side 45
bandi, sbr. m. a. ummæli í hrd. XLV:1019. Sbr. og LIII:530, en þar segir svo: „Ákvæði 2. tl. 1. mgr. 5. gr. almennra hegningarlaga á við um meðferð hassefna, sem eigi voru send hingað til lands, en það ákvæði veitir heimild til þess að saksækja og refsa fyrir atferlið hér á landi að aðgættri 8. gr. 2. málsgr. laganna“. Sbr. og LIII:816 og hrd. 23/11 1983. Ennfremur XLVIII:1013, þar sem segir að vísun til 2. tl. 5. gr. hgl. sé ofaukið. Tilbrigðin eru tvö: 1) ákærði kaupir efni erlendis og sendir hingað og 2) ákærði kaupir efni erlendis og dreifir þeim þar. Þá hefir vaknað vandamál vegna erlendra dóma og áhrifa þeirra hér á landi, sbr. hrd. LIII:1718 og 1752. Um þetta segir svo í fyrri dóm- inum: „Dómur borgardóms Kaupmannahafnar . . . hefur hegningar- aukaáhrif í máli þessu, sbr. 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940, þótt eigi víki það ákvæði að erlendum dómum, sbr. hins vegar 2. málsgr. 71. gr. .. . , en 78. gr. ... er sakborningi til hagsbóta and- stætt því sem er um 71. gr.“. I hrd. LIII:1752 reyndi á danskan, þýskan og franskan dóm. Enn- fremur má benda á 78. gr., sbr. við 2. mgr. 77. gr. um sektamörk í lögum 65/1974, sbr. síðastgreinda dóma o. fl. Einnig reynir mjög á ákvæði 2. gr. hgl. í mörgum þessara dóma, sbr. t. d. LIII:1570, 1782, 1822 og 1472. Þá koma fyrningarreglur til álita í málum þessum, sbr. hrd. LIII:1472, þar sem sök var talin fyrnd, sýknað af refsikröfu, eignarupptaka dæmd, en í LIII:530 var ekki talið hald í fyrningar- vörn. Um heimild manns til að verja sig sjálfan vísast til LIII:1373. 1 hrd. 23/11 1983 hagaði svo til, að S neitaði sakargiftum, sem voru eingöngu fólgnar í framburðum samsekra manna. Þeir voru eigi próf- aðir í máli því, sem höfðað var gegn S og var eigi sinnt kröfu af hálfu S um, að þeir yrðu prófaðir í málinu og tækifæri ynnist m. a. til sam- prófunar. Var S sýknaður af sakargiftum, sem reistar voru eingöngu á framburðum þessum. VII. 4. Á árinu 1982 voru dæmd 17 mál út af ávana- og fíkniefna- brotum, og 14 mál árið 1983. Er það mjög fágætt á síðari árum, að jafn mörg opinber mál séu dæmd út af samkynja sakarefni. Helst má benda á bifreiðamál, sem eru þó sundurleitari innbyrðis, sbr. árin 1969 og 1980, þegar slík mál voru sérstaklega tíð. Sum þessara fíkniefna- mála hafa verið næsta umfangsmikil, og stafar af þeim mikið vinnu- álag á dómstóla. VII. 5. Viðurlög í dómum Hæstaréttar á árinu 1982 og 1983 í mál- um þessum eru svo sem hér segir: 163

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.