Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Qupperneq 52

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Qupperneq 52
hgl. (sbr. og í ýmsum samböndum áþekkt orðalag 77., 94., 135. og 138. gr., og sérstakt orðalag í 101. gr.). VIII. 4. B. Samþykki. Samþykki er eitt af refsileysisatvikum og veldur því sérgreint, að verknaður er refsilaus, andstætt því þegar refsinæmi verknaðar er háð því almennt, að gildu samþykki sé ekki til að dreifa, sbr. t. d. ýmis brot skv. XXII. kafla hgl. Hér er miðað við fyrirfarandi vilja- tjáningu, orðaða eða í verki, í þá veru, að fallist sé á atlögu sem felur í sér líkamsárás, eða aðili leggur sig sjálfviljugléga undir sér- greinda áhættu á líkamsmeiðingu. Hér getur komið til viljatjáning lögráðamanns. Athuga ber, að verknaður, sem felur í sér skerðingu á líkama og heilsu, getur stundum verið hlutrænt lögmætur vegna annarra almennra reglna en samþykkis sbr. t. d. reglur um neyðar- rétt, hagsmunamat eða sakir venjubundinnar mörkunar á ólögmæti verknaðar og refsisviðs tiltekins ákvæðis. Sbr. t. d. skurðaðgerð, sem læknir framkvæmir af heilsufarsnauðsyn, og líkamsmeiðingu, er hlýst af þátttöku manna í leikjum eða íþróttum, þar sem ekki er farið út fyrir mörk leikreglna eða meiri harðleikni beitt en títt er í slíkum tilvikum. I 218. gr. a er nú lögfest sú régla, að samþykki til brots, er varðar við 217. gr., muni almennt valda því, að ekki verði refsað fyrir at- ferlið, þ. e. sýkna ber og sakarkostnaður verður ekki felldur á ákærða, ef brot er höfðað. Ef atferlið varðar við 218. gr. veldur samþykki ekki refsileysi, en heimilt er að lækka refsingu, þegar svona stendur á. Eftir eðli máls yrði þessu þó sjaldnast beitt, ef verknaður varðar við 2. mgr. 218. gr. Þótt ekki sé þess getið í 218. gr. a 2. mgr., er hér vitaskuld miðað við, að engir þeir annmarkar séu á samþykki, sem geri það ógilt samkv. almennum reglum, svo sem ef samþykki er fengið með nauðung, svikum eða vegna mistaka annarra og þeim, er brot fremur, getur ekki dulist þetta. Heimildin um lækkun refsingar er nýmæli. Eigi heimilar slíkt ákvæði að láta refsingu falla niður, enda er gerður greinarmunur á þessu tvennu í hugtakanotkun hgl. og er nærlægast að vitna til 3. mgr. greinarinnar (sbr. t. d. um niður- fall refsingar 21., 74. gr. 2. mgr., 75., 143. gr. 2. mgr., 152., 188. gr. 4. mgr., 190. gr. 2. mgr., 192. gr. 2. mgr., 203. gr. 2. mgr., 205. gr., 212. gr. 2. mgr., 216. gr. 1. mgr., 239. og 256. gr. 1. mgr.). Eftirfarandi „samþykki“ heyrir eigi undir 218. gr. a og aðgætandi er, að ekki verður máli lokið með dómsátt, þótt árásarþoli óski ekki aðgerða, ef um t. d. beinbrot er að ræða, sbr. t. d. hrd. XXVI:521. 170
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.