Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 75

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 75
rétt jafn þýðingarmikil álitamál um efni hins stj órnarskrárverndaða prentfrelsis. Sýnist hæpið að beita heimildinni í 2. mgr., 2. gr. a Hæstaréttarlaganna (sjá 2. gr. 1. nr. 24/1979 svo sem henni var breytt með 2. gr. og 3. gr. 1 nr. 67/1982) um að skipa dóminn aðeins þremur dómurum í máli sem þessu. 1 öðru lagi má gera athugasemd við dóminn að því leyti, að fyrst er komizt að þeirri niðurstöðu að varnaraðilinn hafi átt þess kost að bera ákvörðunina um haldið undir dómstóla (og þá væntanlega til að fá úr því skorið, hvort efnisleg skilyrði hafi verið til staðar) en síðan sagt að dómstóllinn þurfi ekki að taka á málinu efnislega, þar sem búið sé að höfða mál til upptöku blaðanna. Til hvers er þá rétturinn til að bera ákvörðunina sérstaklega undir dóm? Þetta er þeim mun undarlegra, þegar athugað er, að varnaraðili hafði borið ákvörðunina undir dóm, áður en ákæra var gefin út. Niðurstaða Hæstaréttar um þetta felur í sér, að með höfðun opinbers máls kemur ríkissaksóknari í veg fyrir að dómstóllinn taki strax afstöðu til þegar fram kominnar óskar um að haldið verði talið ólögmætt. Haldsþoli verður þá að sæta því að þetta komi aðeins til meðferðar síðar í tengslum við dóm í refsi- málinu (sjá hér til samanburðar hrd. 1963:461 og 1975:474). Þessi atriði í dóminum eru þó ekki aðalatriði málsins, heldur það efni hans, sem snýr að prentfrelsinu sjálfu, þ. e. skýringu á 72 gr. stjórnarskrárinnar. Verður nú að því vikið. 1 72. gr. stjórnarskrárinnar segir svo: „Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti; þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða.“ Með þessu stjórnarskrárákvæði er réttur borgaranna til að tjá sig opinberlega sérstaklega verndaður fyrir afskiptum handhafa ríkisvalds á hverjum tíma. Það er raunar sameiginlegt einkenni á mannréttinda- ákvæðum stj órnarskrár, að þau vernda borgarana fyrst og fremst fyrir árásum af ríkisins hálfu, hvort heldur er með settum lögum eða fram- kvæmdavaldsathöfnum. Alveg er það óvéfengjanleg kenning í stjórn- lagafræðum að 72. gr. stjórnarskrárinnar bannar fyrirfram tálmanir fyrir því að menn láti í ljós hugsanir sínar (sjá t. d. Ólaf Jóhannesson: Stjórnskipun Islands, 2. útg. 1978 bls. 464 og 466-467). Er því vernd- aður réttur borgaranna til að koma á framfæri (með prentun og dreif- ingu) við aðra borgara hugsunum sínum. Síðan er svo skýrt kveðið á um að menn verði að ábyrgjast hugsanir sínar fyrir dómi. í „Spegilsmálinu“ var dæmt að stjórnarskrárákvæðið fæli ekki í sér takmarkanir á því, að af ríkisins hálfu sé lögreglan send til að sækja 193
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.