Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Blaðsíða 13
ÞORVARÐUR K. ÞORSTEINSSON Þorvarour Kjerúlf Þorsteinsson, sýslumaður og bæjarfógeti, andaðist 31. ágúst 1983. Hann var fæddur 21. nóvember 1917 á höfuðbólinu Egilsstöðum á Völlum I Suður-Múlasýslu, son- ur Þorsteins Jónssonar kaupfélagsstjóra og konu hans Sigríðar Þorvarðardóttur Kjerúlf, læknis og alþingismanns, er þá áttu heimili á Egilsstöðum, en fluttu næsta ár til Reyðarfjarð- ar. Þorsteinn faðir Þorvarðar Kjerúlfs var kaup- félagsstjóri á Reyðarfirði I rúmlega fjóra ára- tugi við mikinn orðstír. Á Reyðarfirði ólst Þorvarður upp. Hann var elstur af fjórum börnum þeirra hjóna, hin eru Margrét gift Birni Ingvarssyni yfirborgardómara í Reykjavík, Jón yfirlæknir á lyfjadeild Land- spítalans og Þorgeir lögreglustjóri á Keflavlk- urflugvelli; einnig átti Þorvarður fósturbróður, Ólaf Bjarnason deildarstjóra við tollstjóraembættið í Reykjavík. Að barnaskólanámi loknu hélt Þorvarður I Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi 1938. Þaðan lá leiðin í lagadeild Háskóla islands og lauk hann lagaprófi vorið 1944. Sama ár hóf hann störf í atvinnumála- ráðuneytinu sem fulltrúi en síðar deildarstjóri í landbúnaoarráðuneytinu allt til ársins 1973, að hann var skipaður sýslumaður I ísafjarðarsýslum og bæjar- fógeti á ísafirði. Þar vann hann I tíu ár, en lét af störfum vegna heilsubrests 1. maí 1983. Hafði hann þá unnið í þágu ríkisins í tæpa fjóra áratugi. Þorvarður Kjerúlf kvæntist 1944 Önnu Einarsdóttur verkstjóra á Akranesi, en þau slitu samvistum. Þau áttu saman fimm börn: Einar umdæmisverkfræðing á Austurlandi, Sig- ríði ritara í Reykjavík, Margréti hjúkrunarfræðing, Guðbjörgu dýralækni og Þorstein búfræðikandídat. Seinni kona Þorvarðar er Magdalena Thoroddsen, dóttir Ólafs I. Thorodd- sen skipstjóra í Vatnsdal í Rauðasandshreppi. Þau eiga saman tvær dætur, Ól ínu og Halldóru, sem báðar eru við nám í Háskóla (slands. Utan hjóna- bands átti Þorvarður tvær dætur, Dýrfinnu Sigríði og Dagbjörtu Þyri. Leiðir okkar Þorvarðar Kjerúlf lágu saman 1932 ( Menntaskólanum á Akur- eyri. Bjuggum við báðir í gömlu heimavistinni með mörgum glöðum og góð- um félögum. Varð okkur brátt vel til vina, sem hélst alla tíð. Ég minnist sérstaklega áranna í lagadeild Háskólans. Við bjuggum báðir á Garði og vorum mikið saman. Þorvarður var ágætur félagi. Hann var gam- ansamur og næmur á það sem broslegt var. Hann var prýðilega máli farinn og þéttur fyrir ef á hann var deilt. Hann var á þessum árum í stúdentaráði, fulltrúi frjálslyndra. Að eðlisfari var Þorvarður hlédrægur, en í hópi góðra vina var hann hrókur alls fagnaðar. Þorvarður Kjerúlf hafði mikið dálæti á sögu og var þar vel lesinn. Sér- staklega voru íslendingasögurnar honum tiltækar og hafði hann á þeim sínar ákveðnu skoðanir, einnig var hann mjög vel ættfróður. 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.