Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Side 13

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Side 13
ÞORVARÐUR K. ÞORSTEINSSON Þorvarour Kjerúlf Þorsteinsson, sýslumaður og bæjarfógeti, andaðist 31. ágúst 1983. Hann var fæddur 21. nóvember 1917 á höfuðbólinu Egilsstöðum á Völlum I Suður-Múlasýslu, son- ur Þorsteins Jónssonar kaupfélagsstjóra og konu hans Sigríðar Þorvarðardóttur Kjerúlf, læknis og alþingismanns, er þá áttu heimili á Egilsstöðum, en fluttu næsta ár til Reyðarfjarð- ar. Þorsteinn faðir Þorvarðar Kjerúlfs var kaup- félagsstjóri á Reyðarfirði I rúmlega fjóra ára- tugi við mikinn orðstír. Á Reyðarfirði ólst Þorvarður upp. Hann var elstur af fjórum börnum þeirra hjóna, hin eru Margrét gift Birni Ingvarssyni yfirborgardómara í Reykjavík, Jón yfirlæknir á lyfjadeild Land- spítalans og Þorgeir lögreglustjóri á Keflavlk- urflugvelli; einnig átti Þorvarður fósturbróður, Ólaf Bjarnason deildarstjóra við tollstjóraembættið í Reykjavík. Að barnaskólanámi loknu hélt Þorvarður I Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi 1938. Þaðan lá leiðin í lagadeild Háskóla islands og lauk hann lagaprófi vorið 1944. Sama ár hóf hann störf í atvinnumála- ráðuneytinu sem fulltrúi en síðar deildarstjóri í landbúnaoarráðuneytinu allt til ársins 1973, að hann var skipaður sýslumaður I ísafjarðarsýslum og bæjar- fógeti á ísafirði. Þar vann hann I tíu ár, en lét af störfum vegna heilsubrests 1. maí 1983. Hafði hann þá unnið í þágu ríkisins í tæpa fjóra áratugi. Þorvarður Kjerúlf kvæntist 1944 Önnu Einarsdóttur verkstjóra á Akranesi, en þau slitu samvistum. Þau áttu saman fimm börn: Einar umdæmisverkfræðing á Austurlandi, Sig- ríði ritara í Reykjavík, Margréti hjúkrunarfræðing, Guðbjörgu dýralækni og Þorstein búfræðikandídat. Seinni kona Þorvarðar er Magdalena Thoroddsen, dóttir Ólafs I. Thorodd- sen skipstjóra í Vatnsdal í Rauðasandshreppi. Þau eiga saman tvær dætur, Ól ínu og Halldóru, sem báðar eru við nám í Háskóla (slands. Utan hjóna- bands átti Þorvarður tvær dætur, Dýrfinnu Sigríði og Dagbjörtu Þyri. Leiðir okkar Þorvarðar Kjerúlf lágu saman 1932 ( Menntaskólanum á Akur- eyri. Bjuggum við báðir í gömlu heimavistinni með mörgum glöðum og góð- um félögum. Varð okkur brátt vel til vina, sem hélst alla tíð. Ég minnist sérstaklega áranna í lagadeild Háskólans. Við bjuggum báðir á Garði og vorum mikið saman. Þorvarður var ágætur félagi. Hann var gam- ansamur og næmur á það sem broslegt var. Hann var prýðilega máli farinn og þéttur fyrir ef á hann var deilt. Hann var á þessum árum í stúdentaráði, fulltrúi frjálslyndra. Að eðlisfari var Þorvarður hlédrægur, en í hópi góðra vina var hann hrókur alls fagnaðar. Þorvarður Kjerúlf hafði mikið dálæti á sögu og var þar vel lesinn. Sér- staklega voru íslendingasögurnar honum tiltækar og hafði hann á þeim sínar ákveðnu skoðanir, einnig var hann mjög vel ættfróður. 131

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.