Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Side 79

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Side 79
Ávíð ©£ dreif AÐALFUNDUR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGSINS 1982 Aðalfundur Lögfræðingafélags íslands var haldinn fimmtudaginn 16. des- ember 1982 í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla íslands. í ræðu fráfarandi formanns félagsins, Guðmundar Vignis Jósefssonar, hæstaréttarlögmanns, kom fram, að á liðnu starfsári voru haldnir sjö stjórnarfundir í félaginu, sjö fræðafundir og eitt málþing. Á fræðafundunum var fjallað um eftirtalin efni: 1) Bótaskylda án sakar og var prófessor Arnljótur Björnsson frummælandi. 2) Lagasafn framtíðarinnar. Frummælendur voru prófessor Björn Þ. Guð- mundsson, Helgi V. Jónsson hrl. og Björn Friðfinnsson, fjármálastjóri. 3) Hugleiðingar um endurskoðun siglingalaga og var frummælandi dr. Páll Sig- urðsson dósent. 4) Um afrétti og almenninga. Frummælandi var dr. Gaukur Jörundsson prófessor. 5) The Standard of Compensation for Personal In- jury. Frummælandi var dr. jur. og oec. Paul Sjöllözy. 6) Mannréttindasátt- máli Evrópu, en frummælandi á þeim fundi var Magnús Thoroddsen hæsta- réttardómari. 7) Endurskoðun stjórnarskrárinnar. Frummælandi var dr. jur. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra. Á málþingi því, er félagið gekkst fyrir 2. október 1982, var rætt um ,,Bóta- ábyrgð sjálfstætt starfandi háskólamanna". Frummælendur á málþinginu voru Benedikt Sigurjónsson hæstaréttardómari, Logi Guðbrandsson hrl., Othar örn Petersen hrl. og Ftagnar Aðalsteinsson hrl. Þátttakendur á málþinginu voru 84, en þingið var haldið að Fólkvangi á Kjalarnesi. í tilefni 25 ára afmælis félagsins í apríl 1983 samþykkti aðalfundurinn að kjósa dr. Ármann Snævarr, hæstaréttardómara, heiðursfélaga í Lögfræð- ingafélaginu, hinn annan I röðinni. Dr. Ármann var fyrsti formaður félagsins. Auk þess hefur hann verið mikilvirkur rithöfundur á sviði íslenskrar lögfræði og liggja eftir hann fjölmargar bækur og tímaritsgreinar um ýmis lögfræði- leg efni. Guðmundur Vignir Jósefsson fráfarandi formaður baðst undan endurkjöri í stjórn félagsins. Voru honum færðar þakkir á aðalfundinum fyrir óeigin- gjarnt starf í þágu félagsins á undanförnum árum. í stað Guðmundar Vign- is var prófessor Arnljótur Björnsson kjörinn formaður félagsins næsta starfs- tímaþil. Varaformaður var kjörin Guðrún Erlendsdóttir dósent. í stjórn fé- lagsins voru kjörin auk formanns og varaformanns Logi Guðbrandsson hrl.; Baldur Guðlaugsson hrl.; Ólöf Pétursdóttir deildarstjóri; Valgeir Pálsson hdl. og Þorgeir örlygsson dómarafulltrúi. Á fyrsta fundi hinnar nýkjörnu stjórnar skipti hún með sér verkum þannig, að Valgeir Pálsson var kjörinn 197

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.