Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Side 57

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1983, Side 57
ræma ákvæðin í 1. mgr. 42. gr., sbr. lög 16/1976, 3. gr. um rof reynslutíma við ákvæði 82. gr. 4. mgr., sbr. lög 20/1981 6. gr., sbr. um þetta hrd. 16/9 og 16/11 1983. IX. D. Um fésektir eru það einkum reglur um vararefsingu, sem til greina kemur að hyggja að, sbr. hér að framan. IX. E. Ákvæðin um eignaupptöku í 69. gr. hgl. þarf að athuga um nokkur afmörkuð atriði. Sl. sumar framkvæmdi ég könnun á ákvæð- um sérrefsilaga um eignaupptöku. Reyndust þau rösklega 40 talsins. Er sýnilegt að samræma þarf þau ákvæðum hgl. og þá væntanlega að höfuðstefnu til með því að vitnað verði til frambúðar til 69. gr. í sérrefsilögum og látið þar við sitja, sbr. stefnumið við endurskoð- un á sektarviðurlögum, sem greint er frá hér að framan. IX. F. Um skírlífisbrotin má benda á, að t. d. nauðgun er við það bundin, að konu sé þröngvað til samræðis, en hér ætti refsivernd einnig að ná til karlmanns, þegar svo stendur á, sbr. og 195.—199. gr. Má breyta því með því einu að setja orðið maður í stað kvenmaður eða fall, sem við á, af því orði. Benda má einnig á, að bæta mætti við 205. gr. því tilviki, að aðiljar taki upp óvígða sambúð. IX. G. Ákvæðin um fóstureyðingu í 216. gr. alm. hgl. þurfa at- hugunar við m. a. í ljósi nýrra laga um það efni (lög 25/1975) og svo viðhorfa, sem nú eru uppi um þau brot. Er þar einkum að hyggja að hlut móðurinnar sjálfrar, en það efni greinarinnar hefir tekið stakkaskiptum í grannlöndum okkar á síðustu árum, þ. e. ákvæði, er svarar til 1. mgr. 216. gr. hefir verið fellt úr gildi. IX. H. Ákvæði XXV. kafla hgl. þurfa endurskoðunar. Ber m. a. að hafa það hugfast, að með aukinni tækni er hægara að njósna um gerðir manna og hagi og hnýsast í gögn þeirra en var áður fyrr (ljós- myndatækni, kvikmyndatækni, hlerunartækni, tölvutækni o. fl.). Hef- ir aukin vernd einkalífs verið ofarlega á baugi síðustu árin og leitt til breyttrar löggjafar víða um lönd. Er tímabært að hyggja að þeim ákvæðum nú, og þá einnig að kanna nokkur ákvæði hgl. um æru- meiðingar. IX. I. Um auðgunarbrotin skv. XXVI. kafla má auk þarfar á end- urskoðun viðurlaga benda á, að sumsstaðar á Norðurlöndum hefir ráðstöfun á mun, sem menn hafa keypt með eignarréttarfyrirvara (af- borgunarkaup), verið numin úr refsisviði fjárdráttar (247. gr. ísl. 175

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.