Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 5
FRIÐRIK SIGURBJÖRNSSON Friðrik var fæddur [ Reykjavík 2. septem- ber 1923, sonur hjónanna Sigurbjörns Þorkels- sonar kaupmanns í Vísi á Fjölnisvegi [ Reykia- vík, sem síðar var forstjóri kirkjugarðanna í Reykjavík, og seinni konu hans, Unnar Haralds- dóttur, en hún og Ragna kona Jóhanns Gunn- ars Ólafssonar fyrrv. bæjarfógeta voru systur. Friðrik ólst upp í foreldrahúsum á Fjölnis- vegi 2 ásamt systkinum sfnum og í nágrenni tveggja aldavina sinna, sem einnig eru lög- fræðingar, en það eru þeir Jón S. Magnússon, aðalfulltrúi í Stykkishólmi og Þorsteinn Ó. Thor- arensen, rithöfundur. Þessir þrír ásamt undir- rituðum voru bekkjarfélagar í Menntaskólan- um í Reykjavík og útskrifuðust á 100 ára af- mæli skólans í júní 1946. A menntaskólaárunum komu strax fram góðir eiginleikar Friðriks til rit- starfa, en hann var 3 ár [ ritnefnd Skólablaðsins, þar af tvö síðari ritstjóri þess. Þá komu út á þessum tíma Minningar úr Menntaskóla, en Friðrik og Ár- mann Kristinsson, einn af bekkjarbræðrunum, nú sakadómari, ritstýrðu bók- inni. Friðrik lék líka í Herranótt Menntaskólans í leikritinu Enarusi Montanusi, og síðar á háskólaárunum, sem í hönd fóru, lék Friðrik í útvarp, samdi leik- þætti auk þess sem hann fékkst við að mála málverk. Friðrik innritaðist í lagadeild Háskóla íslands og varð cand. juris 24. jan- úar 1953. Þá um haustið eða 3. nóvember 1953 var hann skipaður lögreglu- stjóri [ Bolungarvík og fluttist þá vestur ásamt eiginkonu sinni, Halldóru, sem hann gekk að eiga 12. ágúst 1950, en hún er dóttir Helga kennara á Akur- eyri Ólafssonar og konu hans Valnýjar Ágústsdóttur. Halldóra, sem er sjúkra- liði, lifir mann sinn ásamt börnum þeirra, þeim Friðrik, lögfræðingi, Þorvaldi, fornleifafræðingi og Unni Ástu, nema. Friðrik varð oddviti Hólshrepps frá 1. des. 1953 og jafnframt rafveitustjóri, hafnarstjóri og vatnsveitustjóri þar til 30. júní 1956. Friðrik fékk lausn frá lögreglustjórastarfinu 27. mars 1963 frá 1. maí s. á. Ég hygg, að árin í Bolungarvík hafi máske verið þau bestu í lífi Friðriks. Þau Halldóra höfðu búið sér mjög fallegt heimili í lögreglustjórabústaðnum, en við það lét Friðrik byggja notalega viðbyggingu með arni. Naut ég þar ágætrar gestrisni þeirra hjóna í nokkur skipti, er ég var á ferð á ísafirði í lögfræðierindum. 22 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.