Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 46
brots í opinberu starfi, sbr. þó 14. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Is- lands, nr. 33/1944.“ Þótt þetta ákvæði frumvarpsins 1973 sé mjög almennt orðað og hefði orðið erfitt í lögskýringu sýnist þó mega fullyrða að það sé í heild víðtækara en ákvæði 10. gr. laganna, sbr. sérstaklega niðurlags- ákvæðið sem réttilega er ekki tekið upp í lögin. Svo sem áður getur hefst kvörtunarmál þegar kvörtun er komin til umboðsmanns. Það er því ónákvæmt að greina á milli málaloka eins og gert er annars vegar með 1. mgr. og hins vegar 2. mgr. 10. gr. Er sú ein skýring gefin í greinargerð á orðalaginu í 2. mr. „Hafi umboðs- maður tekið mál til meðferðar ... “ að átt sé við að mál hafi gengið „alla leið“. En hvað sem um þetta er sýnist mega skipta möguleikum umboðsmanns á að ljúka máli í firnrn meginþætti skv. lögunum: að vísa máli frá, að fella mál niður, að gera viðvart um brot í opinberu starfi, að tilkynna um meinbugi á lögum eða reglugerðum og að gefa álit. 1. Frávísun (1. mgr. 10. gr.) Kvörtunarmáli vísar umboðsmaður frá annars vegar ef það full- nægir ekki ákvæðum laganna og hins vegar ef það gefur ekki nægi- legt tilefni til meðferðar, hvort tveggja að hans eigin mati. Ekki er að finna skýringar í greinargerð á því hvað nánar felst í þessum heimildum. Um fyrra tilvikið koma einkum til þau atriði sem reifuð voru í VI. kafla hér að framan, þ.e. um heimild, aðild, form og fresti, og vísast til þess. I seinna tilvikinu er um hrein matsatriði að ræða. Sú heimild kæmi ekki síst til þegar augljós þrætubókarkvörtun berst umboðs- manni. Annars má ætla að um þetta efni verði settar a.m.k. einhverjar leiðbeiningar í starfsreglur skv. 15. gr. laganna. Málalok skv. 1. mgr. 10. gr. skal tilkynna kvartanda en ekki segir hvernig og upplýsingar um það er ekki heldur að finna í lögskýringar- gögnum. Eðlilegt sýnist þó að slík tilkynning sé skrifleg en varla yrði gerð krafa um rökstuðning og tilvísun í lagaákvæði látin duga. Sjálf- sagt er að taka af vafa í þessum efnum í starfsreglum skv. 15. gr. laganna. 2. Niðurfelling (a-liður 2. mgr. 10. gr.) Umboðsmanni er skylt að taka kvörtunarmál til meðferðar sem lög- lega er undir hann borið. Ákvæðið sýnist verða að skilja svo að meðan á málsmeðferð stendur geti upplýsingar skv. 7. og 9. gr. leitt til þess 268
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.