Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 62

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 62
Skyldugreinar samkvæmt þessari uppástungu myndu nema sem næst helm- ingi tilskilins einingafjölda og yr5u eftirfarandi: Almenn lögfræSi með ágripi af réttarsögu, réttarheimspeki og réttarfélags- fræði (sennilega heilsársgrein), eignarréttur I með ágripi af veðrétti, einkamála- réttarfar I, félagaréttur I með ágripi af fyrirtækjarétti, félagsmálaréttur I, fógeta- gerðir I með ágripi af skipta-, gjaldþrota- og uppboðsrétti, refsiréttur I með ágripi af opinberu réttarfari, samningaréttur I með ágripi af kröfurétti, ágrip af sifja-, erfða-, barna- og persónurétti, skaðabótaréttur I, skattaréttur I, stjórnarfarsréttur I, stjórnskipunaréttur I og þjóðaréttur I með ágripi af alþjóð- legum einkamála- og viðskiptarétti. Yfirferð í einstökum skyldugreinum mætti að sjálfsögðu stjórna með fjölda tíma á viku, og engin ástæða til að þær vegi allar jafnt, þó að heildareininga- fjöldi miðaðist við 60 einingar, eða sem næst helming námsins, eins og áður segir. Rómversku tölurnar þjóna þeim tilgangi einum að skilja þessar skyldu- greinar frá samnefndum kjörgreinum, þar sem miklu nánar yrði farið yfir við- komandi efni og þá í sem ríkustum mæli með raunhæfum dæmum og verk- efnum. Hinn helmingur námsins væri fólginn f kjörgreinum á fimm sérsviðum, sem nemendur gætu valið eftir eigin óskum skv. skiptingarreglunni 30+15+15, sem áður er nefnd. Sérsviðin væru þessi: 1) Stjórnsýslusvið: Félagsmálaréttur II, opinber stjórnsýsla, skattaréttur II, stjórnarfarsréttur II og stjórnskipunarréttur II. Mælt er með þessum greinum af öðrum sviðum lagadeildar: Alþjóðastofn- unum, bankarétti, bókfærslu, endurskoðun, innflytjenda- og flóttamannarétti, mannréttindum, sjórétti og vinnurétti. Mælt er með þessum greinum úr öðrum deildum: íslenska stjórnkerfinu, kirkjurétti, stjórnun o.s.frv. 2) Viðskiptasvið: Alþjóðlegur viðskiptaréttur, bankaréttur, þ.m.t. víxlar og tékkar, bókfærsla, eignarréttur II, þ.m.t. þinglýsingar, endurskoðun, félagarétt- ur II, fyrirtækjaréttur, hugverkaréttur, kröfuréttur, samninga- og skjalagerð, samningaréttur II, sjóréttur, skaðabótaréttur II, vátryggingaréttur og veðréttur. Mælt er með þessum greinum af öðrum sviðum lagadeildar: Bankarétti og skattarétti II. Mælt er með þessum greinum úr öðrum deildum: Markaðsbandalögum, stjórnun, útflutningsatvinnugreinum, viðskiptaensku og eflaust fleiri greinum úr viðskiptadeild, svo sem viðbótarbókfærslu og endurskoðun. 3) Málflutningssvið: Alþjóðlegur einkamálaréttur, einkamálaréttarfar II, fógetagerðir II, opinbert réttarfar, skipta- og gjaldþrotaréttur og uppboðs- réttur, þ.m.t. nauðungaruppboð. Mælt er með þessum greinum af öðrum sviðum lagadeildar: Bókfærslu, eignarrétti II, endurskoðun, félagarétti II, refsirétti II, samninga- og skjalagerð, samningarétti II, skaðabótarétti II og veðrétti. Mælt er með þessum greinum úr öðrum deildum: Afbrotafræði og sálfræði (t.d. framburður vitna). 4) Einstaklingsverndarsvið: Barnaréttur, erfðaréttur, innflytjenda- og flótta- mannaréttur, persónuréttur, refsiréttur II, sifjaréttur og vinnuréttur. 284
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.