Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 34
„að hafa með höndum launuð störf“ þannig að honum beri að segja lausu því embætti sem hann hefur á hendi. Vegna skorts á lögskýr- ingargögnum er ekkert unnt að fullyrða í þessum efnum. Það ákvæði 1. mgr. 13. gr. að umboðsmaður eigi rétt til biðlauna í þrjá mánuði er hann lætur af starfi sker ekki heldur úr um þetta efni. Því er þó ekki að neita að það kann að þykja tæplega samræmanlegt a.m.k. anda lag- anna að umboðsmaður haldi fyrra starfi sínu þar sem með því getur hæglega skapast hætta á hagsmunaárekstrum. Þess skal aðeins getið að lokum, þótt engan veginn sé um sambærileg tilvik að ræða, að það væri ekki óeðlilegt að sams konar regla yrði látin gilda um umboðs- mann og ríkisstarfsmann sem hverfur úr starfi til þess að gerast að- stoðarmaður ráðherra, en skv. 14. gr. 1. 73/1969 um Stjórnarráð Is- lands á slíkur maður rétt á að hverfa til fyrra starfs síns eða annars eigi lakara. 5. Valdbærni (upphaf 2. gr. og 3. gr.) „Hlutverk umboðsmanns er að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga ..." (upphaf 2. gr.). „Því aðeins fjallar umboðsmaður um stjórnsýslu sveitarfélaga að um sé að ræða ákvarð- anir sem skjóta má til ráðherra eða annars stjórnvalds ríkisins." (3. gr.). Skv. þessu hefur umboðsmaður eftirlit með stjórnsýslu ríkisins en því aðeins með stjórnsýslu sveitarfélaga að um sé að ræða ákvarðanir sem sæta stjórnsýslukæru til handhafa miðstjórnarvalds. Eftirlitsvald- ið nær til landsins alls og er því valdbærni umboðsmanns ekki sett stað- arleg takmörk. Á hinn bóginn eru málefnaleg valdmörk hans annars vegar „stjórnsýsla ríkis“ og hins vegar þau stjórnsýslumálefni sveitar- félaga sem sæta kæru til miðstjórnar. Hvorki í lögunum né greinargerð með þeim er nánar að því vikið hvað átt er við með „stjórnsýslu ríkis“. Skv. orðanna hljóðan gæti því verið um að ræða alla þá stjórnsýslu sem fer fram á vegum hins opin- bera, þ. á m. Alþingis og dómstóla. Ljóst er að umboðsmanni er ætlað að hafa eftirlit með hvers konar starfsemi framkvæmdarvaldshafa. Spurning er hins vegar hvort ætlun löggjafans hafi verið að vald um- boðsmanns næði einnig til stjórnsýslu Alþingis og dómstóla. Að því er dómara varðar beinist athygli fyrst og fremst að stjórnsýslustörf- um sýslumanna og bæjarfógeta og að þeim þætti í störfum Alþingis sem ekki lýtur beint að meðferð þingmála, fyrst og fremst starfsemi skrifstofu þingsins. Því er þetta nefnt hér að í frumvarpinu 1973 voru eftirlitsvaldi umboðsmanns sett ákveðin takmörk í 6. gr. þess svo- hljóðandi: „1. I ríkiskerfinu eru eftirtaldar stofnanir skildar undan 256
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.