Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 12
galla14 í skipinu, flyst sönnunarbyrðin um sök af tjónþola á farsala, 2. málsl. 2. mgr. 140. gr.15 Til þess að losna undan ábyrgð verður farsali að sanna, að tjónsatburðurinn verði hvorki rakinn til sakar hans sjálfs né manna, sem hann ber ábyrgð á. Sama gildir um það, er handfarangur skemmist eða glatast, 1. málsl. 3. mgr. 140. gr.16 3.2.2 Faiangur, sem ekki er handfarangur Farsali ber skv. 1. mgr. 138. gr. bótaábyrgð á sakargrundvelli vegna tjóns, sem hlýst af því, að farangur týnist eða skemmist, meðan á ferð stendur. Eftir 2. málsl. 3. mgr. 140. gr. hvílir sönnunarbyrði á farsala um það, að hvorki hann né nokkur maður, sem hann ber ábyrgð á, eigi sök á tjóninu. Hann er því ábyrgur, ef honum tekst ekki að sanna þetta. Síðastgreint ákvæði gildir ekki um handfarangur, sbr. 3.1 og 3.2.1 hér að ofan. 1 2. mgr. 138. gr. er sérregla um það, er peningar, verðbréf eða aðrir verðmætir munir, t.d. gull, silfur, úr, gimsteinar, skartgripir eða list- munir glatast eða skemmast. Samkvæmt henni ber farsali ekki bóta- ábyrgð vegna slíks tjóns, nema hann hafi tekið við verðmætum þess- um til öryggisgeymslu. Ef svo er, ber hann ábyrgð eftir sakarlíkinda- reglu, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 148. gr., sem áður var vitnað til. 3.2.3 Seinkun Farsali ber ábyrgð á grundvelli sakar, ef tjón hlýst af drætti, sjá 2. málsl. 137. gr. um seinkun á flutningi farþega og 2. málsl. 1. mgr. 138. gr. um seinkun á flutningi eða afhendingu farangurs.17 Það telst einnig seinkun í merkingu laganna, ef farsali lætur ekki fara þá ferð, sem um var samið. Ef farþega tekst að sanna drátt (seinkun) 14 Hugtakið galli í skipinu („defect in the ship“ í Aþenusamningnum frá 1974 og „mangler ved skibet", „feil ved skipet", „fel i fartyget" í skandinavísku siglingalög- unum) getur valdið vafa. Er hér aðeins átt við galla í þrengstu merkingu þess orðs eða tekur ákvæðið til alls vanbúnaðar? (Um hugtökin galli og vanbúnaður, sjá Arn- ljótur Björnsson (1979), bls. 200). I álitum norrænna nefnda, sem sömdu frumvörp til breytinga á siglingalögum laust eftir 1980, eru nefnd eftirfarandi dæmi um galla í merkingu lagafrumvarpanna: laust stigahandrið, gólf, sem skortir nauðsynlegan búnað til varnar hálku og biluð læsing dyra að farþegaklefa, sem Jtjófur kemst inn í, sjá Betænkning nr. 924/1981, bls. 15, NOU 1980:55, bls. 62 og SOU 1981:8, bls. 122. 15 Um ástæður þess að sérreglan um skiptapa o. fl. var tekin upp í samninga, sem eru undanfari Aþenusamningsins frá 1974, sjá m. a. Arkiv for Sjprett 3, bls. 308—310 og SOU 1971:90, bls. 45. 16 Hugtakið handfarangur er skilgreint í 3. mgr. 120. gr„ sjá 2. kafla hér að ofan. 17 Um seinkun (drátt) á flutningi farþega á sjó, landi eða 1 lofti sjá Sisula-Tulokas. 234
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.