Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 10
við farsamning), telst samkvæmt framangreindu til farangurs. Vöru-
bifreiðir og önnur ökutæki, sem aðallega er ætlað að flytja vörur,
teljast hins vegar ekki farangur.8 Sama gildir, þegar vöru- eða fólks-
bifreið er flutt skv. skriflegum farmsamningi, farmskírteini eða öðru
vöruflutningsskjali, og fer þá um flutninginn eftir ákvæðum 4. kafla
sigll. ökumaður bifreiðar, sem flutt er sem farmur, telst þó farþegi
eftir berum orðum 2. mgr. 120. gr. Gilda ákvæði 5. kafla um hann.
Ofangreind hugtök eru skilgreind í 120. gr. sigll. Ástæða er til að
vekja athygli á orðunum „tap“ og „tjón“ í ákvæðum þeim, sem fjalla
um grundvöll og takmörkun bótaábyrgðar og lýst er í næstu köflum
hér á eftir. Þessi orð eru ekki skýrð sérstaklega í lögunum, frekar en
í norrænum fyrirmyndum þeirra. Orðið „tjón“ er í ákvæðum þessum
ýmist notað í merkingunni „virt tjón“, (þ.e. sú peningaupphæð, sem
fjártjón tjónþola er virt til) eða merkingunni „rauntjón" (þ.e. þau
spjöll, sem orðið hafa). Til dæmis má nefna 138. gr. sigll., en þar segir
að farsala sé skylt að bæta „tjón“ (fyrrnefnda merkingin), er hlýst
af því að farangur týnist eða skemmist, ef tapið eða „tjónið“ (seinni
merkingin) hlýst af yfirsjón eða vanrækslu. Síðar í sömu grein er
talað um „tjón“ af seinkun og merkir orðið þar „virt tjón“. 1 2.
mgr. sömu greinar er tjón svo notað í merkingunni „rauntjón“, þeg-
ar fjallað er um ábyrgð á „tapi eða tjóni á peningum, verðbréfum eða
öðrum verðmætum.“ Orðið „tap“ í 138.—142. gr. sigll. á við það,
að hlutur tapast, þ.e. týnist eða glatast í flutningi.9 1 sömu greinum
er ýmist talað um, að farangur „týnist eða skemmist“, „glatist eða
skaddist" eða „tapist eða skemmist“.
Það er síður en svo einsdæmi hér á landi, að orðið tjón sé ekki í
sömu lögum alltaf notað í sömu merkingunni, sjá t.d. 88. gr. um-
ferðarlaga nr. 50/1987.
3. BÓTAGRUNDVÖLLUR
3.1 Ábyrgð á sakargrundvelli. Tjónþoli ber sönnunarbyrði
Aðalreglan um bótaábyrgð farsala á tjóni vegna líkamsmeiðsla (þ.
ám. dauða) er í 137. gr. Segir þar, að farsala sé skylt að bæta tjón,
8 Grönfors (1982), bls. 17 og Innstilling IX, bls. 11.
9 Orðaval í þeim ákvæðum sigll., sem hér um ræðir, er að sumu leyti í samræmi við
dönsku siglingalögin. I dönsku lögunum eru orðin „tab eller skade" nokkrum sinnum
notuð í merkingunni „tap (glötun) eða skemmdir“ á munum. Gætir þar áhrifa enska
texta Aþenusamningsins frá 1974, en þar eru höfð orðin „loss of or damage to“ um
tap eða skcmmdir á hlutum.
232