Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 31
3. Starfskjör (1. mgr. 13. gr.) „Umboðsmaður nýtur sömu launa og annarra lögkjara og hæstaréttardómari eftir því sem við verður komið. Hann á rétt til biðlauna í þrjá mánuði er hann lætur af starfi." Hér er um að ræða breytingu frá frumvarpinu að lögunum þar sem sagði að umboðsmaður skyldi njóta sömu „launakjara“ og hæstaréttar- dómarar og var í greinargerð sagt að ákvæðið miðaði að því, „að ti'ygg'j a umboðsmanni fjárhagslegt sjálfstæði í starfi á borð við hæsta- réttardómara og þá virðingu að njóta launa til jafns við þá.“ Gunnar G. Schram, framsögumaður allsherjarnefndar neðri deildar, sagði hins vegar á þingi þegar hann gerði grein fyrir breytingartillög- um nefndarinnar að ákvæðið vísaði „m.a. til eftirlauna og annars slíks“ og að hér væri um „sambærilegt ákvæði að ræða og er í lögum um embætti saksóknara ríkisins" (AT 1986-1987 B: 3243), en það er ná- kvæmlega eins orðað (20. gr. 1. 74/1974 um meðferð opinberra mála). Við skýringu á ákvæðinu er sjálfsagt að hafa þessi ummæli í huga og skoða þau í ljósi aðdraganda ákvæðisins um starfskjör ríkissaksókn- ara. 1 umræðum á Alþingi árið 1960 um frumvarp til laga um breytingu á 1. 27/1951 um meðferð opinberra mála, sem m.a. fól í sér stofnun saksóknaraembættisins, sagði þáverandi dómsmálaráðherra, Bjarni Benediktsson, m.a. í framsöguræðu: „Til þess að gefa þessum saksókn- ara sem sterkasta aðstöðu er ætlazt til, að hann fái, eftir því sem við verður komið, sömu lögkjör og hæstaréttardómarar. Að svo miklu leyti sem staða hæstaréttardómara er tryggari en annarra embættis- manna samkvæmt ákvæðum sjálfrar stjórnarskrárinnar, þá er ekki hægt að láta þennan embættismann fá þá sérstöðu með þessari laga- setningu, en þar fyrir utan er ætlazt til, að staða hans verði sem svip- uðust hæstaréttardómara og þá einnig að því er launakjör varðar. Og ég vil strax taka það fram, að ég tel, að til þess að því ákvæði verði fullnægt, þá þurfi saksóknari ekki einungis að fá sömu launakjör og hæstaréttardómurum eru ætluð samkv. launalögum, heldur svipaðar aukatekjur og hæstaréttardómarar af sjálfu sér hljóta í embætti sínu, fyrir dómaútgáfu og fleiri slík atriði, sem viðtekin regla er að þeir fái nokkra aukaþóknun eða hlunnindi fyrir. Það verður að meta, hvers virði þau hlunnindi eru, og ætla þessum manni svipuð kjör ... En að sjálfsögðu liggur mjög mikið við, að þessi embættismaður verði sem allra óháðastur í sínu starfi og eigi ekki afkomu sína að neinu leyti undir því, sem kalla má bitlinga frá hálfu stjórnarvalda, og enn þá síður, að hann taki að sér nokkur störf í þágu einstaklinga.“ (AT 1960 B: 1035). 253
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.