Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 20
gr., (2) handfarangur, sem ekki er í eða á ökutæki, er fylgir farþega, sjá nánar 2. mgr. 150. gr., (3) flutning með öðrum en upphaflegum farsala, 3. mgr. 150. gr. og (4) lifandi dýr, 4. mgr. 150. gr. Eigi er fullt samræmi milli 1. og 2. mgr. 150. gr., varðandi tímabil það, sem undanþáguheimildin nær til. Farsali má skv. 1. mgr. 150. gr. undanþiggja sig ábyrgð vegna tj ónsatburðar, sem ber að höndum „áður en að því kemur að farþegi stígi á skipsfjöl og eftir þann tíma að hann er farinn frá borði“. Eftir 2. mgr. má farsali hins vegar undan- þiggja sig ábyrgð á handfarangri „áður en hann kemur um borð og eftir að hann er farinn frá borði“. Er ekki Ijóst, hvort með þessum orðalagsmun hefur verið ætlun löggjafans, að upphaf þess tímabils, sem óheimilt er að gera fyrirvara um í farsamningi, væri annað eftir 1. mgr. en 2. mgr. Ekki er heldur Ijóst, hvort ætlunin hefur verið að marka upphaf og lok tímabilsins með öðrum hætti en gert er í skandin- avísku siglingalögunum og Aþenusamningnum frá 1974. Eftir skandinavísku sigll. er farsala frjálst að áskilja sér að vera laus við ábyrgð, áður en fai'þegi fer um borð og eftir að hann er kominn í land („for passageren gár om bord, og efter at passageren er konimet i land“, 1. mgr. 201. gr. dö. sigll.) eða áður en handfarangur er fluttur um borð og eftir að hann er fluttur í land („for godset bliver brágt om bord og efter, at det er bragt i land“, 2. mgr. 201. gr. dö. sigll.). Þessi munur á orðalagi ísl. og hinna norrænu laganna getur varðað miklu, t.d. ef farþegi slasast á landgarigi, þ.e. eftir að hann er farinn frá borði, en áður en hann kemur í land. íslenskir útgerðarmenn, sem annast farþegaflutning, munu ekki nota heimild 150. gr. sigll. til þess að undanþiggja sig ábyrgð. Meðan svo er skiptir vitanlega engu, þótt sigll. séu ekki svo ljós sem skyldi varðandi þau atriði, er nú hefur verið drepið á.37 Reglur 1. og 2. mgr. 150. gr. verða ekki raktar nánar. Um 3. mgr. 150. gr. er það að segja, að það er hliðstætt 3. mgr. 118. gr. um undan- þáguheimild farmflytjanda, en heimild 3. mgr. 150. gr. er þrengri.38 Samkvæmt henni nægir ekki, að samið hafi verið um eða leiði af að- stæðum, að annar en upphaflegur farsali eigi að annast flutning að nokkru eða öllu leyti. Það er skilyrði undanþáguheimildar 3. mgr. 150. gr„ að samið hafi verið um að „tiltekinn“ farsali annist hluta flutn- ingsins. 37 Um það hvernig skýra beri hliðstæð ákvæði norrænu siglingalaganna varðandi upp- haf og lok þess tímabils, sem farsala er óheimilt að áskilja sér að vera laus úr ábyrgð á, sjá Ulfstein, bls. 2—3. 38 Um 3. mgr. 118. gr. sigll., sjá Arnljótur Björnsson (1987b), bls. 118. 242
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.