Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 20
gr., (2) handfarangur, sem ekki er í eða á ökutæki, er fylgir farþega,
sjá nánar 2. mgr. 150. gr., (3) flutning með öðrum en upphaflegum
farsala, 3. mgr. 150. gr. og (4) lifandi dýr, 4. mgr. 150. gr.
Eigi er fullt samræmi milli 1. og 2. mgr. 150. gr., varðandi tímabil
það, sem undanþáguheimildin nær til. Farsali má skv. 1. mgr. 150.
gr. undanþiggja sig ábyrgð vegna tj ónsatburðar, sem ber að höndum
„áður en að því kemur að farþegi stígi á skipsfjöl og eftir þann tíma
að hann er farinn frá borði“. Eftir 2. mgr. má farsali hins vegar undan-
þiggja sig ábyrgð á handfarangri „áður en hann kemur um borð og
eftir að hann er farinn frá borði“. Er ekki Ijóst, hvort með þessum
orðalagsmun hefur verið ætlun löggjafans, að upphaf þess tímabils,
sem óheimilt er að gera fyrirvara um í farsamningi, væri annað eftir
1. mgr. en 2. mgr. Ekki er heldur Ijóst, hvort ætlunin hefur verið að
marka upphaf og lok tímabilsins með öðrum hætti en gert er í skandin-
avísku siglingalögunum og Aþenusamningnum frá 1974. Eftir
skandinavísku sigll. er farsala frjálst að áskilja sér að vera laus við
ábyrgð, áður en fai'þegi fer um borð og eftir að hann er kominn í land
(„for passageren gár om bord, og efter at passageren er konimet i
land“, 1. mgr. 201. gr. dö. sigll.) eða áður en handfarangur er fluttur
um borð og eftir að hann er fluttur í land („for godset bliver brágt
om bord og efter, at det er bragt i land“, 2. mgr. 201. gr. dö. sigll.).
Þessi munur á orðalagi ísl. og hinna norrænu laganna getur varðað
miklu, t.d. ef farþegi slasast á landgarigi, þ.e. eftir að hann er farinn
frá borði, en áður en hann kemur í land. íslenskir útgerðarmenn, sem
annast farþegaflutning, munu ekki nota heimild 150. gr. sigll. til
þess að undanþiggja sig ábyrgð. Meðan svo er skiptir vitanlega engu,
þótt sigll. séu ekki svo ljós sem skyldi varðandi þau atriði, er nú
hefur verið drepið á.37
Reglur 1. og 2. mgr. 150. gr. verða ekki raktar nánar. Um 3. mgr.
150. gr. er það að segja, að það er hliðstætt 3. mgr. 118. gr. um undan-
þáguheimild farmflytjanda, en heimild 3. mgr. 150. gr. er þrengri.38
Samkvæmt henni nægir ekki, að samið hafi verið um eða leiði af að-
stæðum, að annar en upphaflegur farsali eigi að annast flutning að
nokkru eða öllu leyti. Það er skilyrði undanþáguheimildar 3. mgr. 150.
gr„ að samið hafi verið um að „tiltekinn“ farsali annist hluta flutn-
ingsins.
37 Um það hvernig skýra beri hliðstæð ákvæði norrænu siglingalaganna varðandi upp-
haf og lok þess tímabils, sem farsala er óheimilt að áskilja sér að vera laus úr ábyrgð
á, sjá Ulfstein, bls. 2—3.
38 Um 3. mgr. 118. gr. sigll., sjá Arnljótur Björnsson (1987b), bls. 118.
242