Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 47
að úrræði 3.-4. eða 5. liðar hér á eftir komi ekki til. Engar upp- lýsingar er hins vegar að finna í lögskýringargögnum um það til hvers konar „leiðréttinga" eða „skýringa“ heimildin nær og ekki heldur hvort eða hvernig skuli tilkynna þessa niðurstöðu umboðsmanns sé um kvörtunarmál að ræða. Helst sýnist þessi heimild koma til ef í ljós kemur á málsmeðferðartíma að kvörtun byggist á misskilningi kvart- anda eða mistökum stjórnvaldshafa sem hann má bæta úr og gerir svo að kvartandi og/eða umboðsmaður telur viðunandi. Þá sýnist og eðlilegt að málalok með þessum hætti séu tilkynnt á sama hátt og sagði undir 1. lið hér að framan. 3. Viðvörun (b-liður 2. mgr. 10. gr. i.f.) Sú skylda er lögð á umboðsmann að gera viðeigandi yfirvöldum við- vart telji hann um að ræða brot í starfi sem varðar viðurlögum sam- kvæmt lögum. Engar nánari skýringar er að finna á þessu ákvæði í greinargerð þótt engan veginn sé sjálfgefið hvað í því felst. Með orðunum „brot í starfi“ hlýtur að vera átt við brot í opinberu starfi. 1 12. gr frumvarpsins 1973 var það beinlínis tekið fram. Sömu- leiðis verður að ætla að með orðunum „viðurlögum samkvæmt lögum“ sé bæði átt við stjórnsýsluviðurlög og refsiréttarviðurlög. 1 12. gr. frumvarpsins 1973 var skýrlega greint þarna á milli. Skylda umboðs- manns er einungis fólgin í því að gera „viðeigandi yfirvöldum“ við- vart þegar svona stendur á. Ekki er augljóst við hvað er átt með því orðalagi. Skv. 12. gr. frumvarpsins 1973 voru umboðsmanni ætlaðar þrenns konar heimildir í þessu efni, að láta „handhafa ögunarvalds" vita, að leggja fyrir „yfirvald“ að beita stjórnsýsluviðurlögum og að leggja fyrir saksóknara ríkisins að hefja réttarrannsókn, en síðast- töldu tvær heimildirnar eru ekki í lögunum. Nú er ríkissaksóknari ekki yfirvald í viðteknum skilningi. Eigi að síður sýnist verða að skýra ákvæðið svo, eigi það að ná tilgangi sínum, að í lögunum sé bæði átt við tilkynningu til viðkomandi veitingarvaldshafa og/eða ríkissaksókn- ara. Styðst sú niðurstaða við ummæli í greinargerð með 12. gr. laganna þar sem talað er um tilkynningu til saksóknara ríkisins um mál. Rétt er þó að taka fram að um er að ræða athugasemdir við frumvarpið 1973 sem eru þarna teknar orðréttar upp í greinargerð með lögunum. 4. Tilkynning (11. gr.) Skv. 11. gr. er umboðsmanni skylt að tilkynna þargreindum aðilum um meinbugi sem hann verður var við á lögum og reglugerðum. Áður er vikið að þessu víðtæka ákvæði og vísast til þess. Hér skal aðeins 269
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.