Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 48
ítrekað að umboðsmanni hlýtur að verða mikill vandi á höndum að uppfylla þessa skyldu sína. Má með nokkrum glannaskap slá því fram að hann verði knúinn til að loka augunum í ríkum mæli eigi hann ekki að verða sakaður um að bregðast skyldum sínum. 5. Álitsgerð (b-liður 2. mgr. 10. gr.) Umboðsmaður „getur“ gefið álit um hvort „athöfn" stjórnvaldshafa brýtur í bága við lög eða gegn „góðum stjórnsýsluháttum“. Skv. orðanna hljóðan er umboðsmanni ekki skylt að láta álit í té. En vandséð er hvernig tilgangi laganna verður náð án þess, hafi umboðsmaður hvorki vísað máli frá né fellt það niður. Kvartandi hlýt- ur að eiga rétt á efnisúrlausn ef aðrir afgreiðslumöguleikar eiga ekki við. Ekki segir í lögunum eða lögskýringargögnum í hvaða formi álits- gerð skuli vera. Eðli máls samkvæmt hlýtur hún að vera skrifleg og rökstudd. Þá er ekki lagt á umboðsmann að gefa álit innan tiltekins frests en það hefði þó ekki verið óeðlilegt, t.d. í samræmi við venju í dómsmálum. Umboðsmanni verður vandi á höndum að meta hvað séu góðir stjórn- sýsluhættir, svo sem upplýsingum um stjórnsýsluvenjur er háttað hér á landi. f athugasemdum segir það eitt að umboðsmaður geti látið í ljósi álit á því „hvort stjórnvald hafi farið að með nægilegri gætni og sanngirni“. Þannig megi hann láta uppi álit „á hreinum matsatriðum“. Loks skal á það bent að í ákvæðinu er einungis talað um „athöfn“ stjórnvalds og blasir þá gagnályktun við. Sá skýringarkostur væri þó mjög óeðlilegur því að oftar en ekki má rekja misbresti í stjórnsýslu til aðgerðaleysis stjórnsýsluhafa. Athugasemdir við þetta ákvæði laganna lúta nær eingöngu að þeim afgreiðslumöguleika umboðsmanns að láta álit í té. Sýnist mega álykta af því að frumvarpshöfundar telji þann þátt mikilsverðastan. f grein- argerð með frumvarpinu 1973 var tekið af skarið í þessu efni og sagt að ráð sé fyrir því gert að heimild til álitsgjafar „verði þungamiðjan í starfsaðferð og valdi umboðsmanns“. IX. ÞAGNARSKYLDA „Umboðsmanni ber að gæta þagnarskyldu um þau atvik sem honum verða kunn í starf- inu og leynt eiga að fara vegna lögmætra almanna- eða einkahagsmuna. Sama gildir um starfsmenn umlioðsmanns. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi." (8. gr.). 270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.