Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 33
frá sambærilegu ákvæði í 5. gr. frumvarpsins 1973. Þar sagði að um- boðsmaður væri trúnaðarmaður Alþingis og gegndi starfi sínu m.a. skv. reglugerð sem sameinað þing setti um starfsemi hans. Þetta ákvæði mátti skoða í samhengi við 1. mgr. 2. gr. frumvarpsins þar sem gert var ráð fyrir að sameinað þing kysi fimm manna nefnd til að fjalla um málefni umboðsmanns. Um 2. Umboðsmaður er sjálfráður um hverja hann velur sem að- stoðarmenn sína. Alþingi setur reglur um fjölda starfsmanna og um launakjör þeirra. 1 frumvarpinu 1973 var gert ráð fyrir að umboðs- maður segði starfsliði sínu upp störfum. Slíkt ákvæði er ekki í lög- unum og fer því væntanlega um réttarstöðu starfsliðsins að þessu leyti eftir starfsmannalögum. Um 3. Umboðsmaður má ekki hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkafyrirtækja. Er hér um strangara ákvæði að ræða en í 2. og 3. mgr. 34. gr. starfsmannalaga, enda eðlilegt að ríkari kröfur séu gerðar til umboðsmanns í þessu efni en annarra starfs- manna hins opinbera. Við mat á því hver ólaunuð störf umboðsmaður mætti hafa með höndum í annarra þágu væri einna helst að hafa til hliðsjónar þær meginreglur sem taldar eru gilda um aukastörf for- seta Islands, þ.e. t.d. störf í menningar- og vísindafélögum, rann- sóknarstörf og önnur ritstörf, störf að hvers konar listsköpun o.s.frv. (sjá Stjórnskipun fslands: 134). Ákvæði 2. mgr. 13. gr. laganna er bæði víðtækara en samsvarandi ákvæði í frumvarpinu 1973 og í frumvarpinu að lögunum. Skv. 3. mgr. 2. gr. frumvarpsins 1973 var kveðið svo á að umboðsmaður mætti ekki taka að sér störf í þágu annarra án samþykkis svonefndrar umboðs- nefndar sameinaðs þings en í 2. mgr. 13. gr. frumvarpsins að lögun- um var beinlínis gert ráð fyrir því að umboðsmaður gæti haft önnur störf með höndum þótt í mjög takmörkuðum mæli væri, en ákvæðið var orðað svo: „Umboðsmanni er óheimilt að taka að sér stöðu eða starf hjá opinberum aðilum eða einkaðilum sem með einhverjum hætti geta tengst starfi hans sem umboðsmanns þannig að hætta sé á að hann fái ekki litið hlutlaust á málavöxtu í máli sem til hans kann að berast.“ Endanlegt ákvæði laganna er hins vegar afdráttarlaust og skv. því er umboðsmanni ekki aðeins óheimilt að taka að sér önnur launuð störf heldur verður hann einnig að láta af þeim launuðu störf- um sem hann hafði þegar á hendi. Eftir orðanna hljóðan á það bæði við um aðalstarf og aukastörf. Hins vegar svara lögin því ekki bein- línis hvernig fari ef umboðsmaður kemur úr starfi sem hann hefur skipun til að gegna ævilangt. Er ekki sjálfgefið að skilja beri orðalagið 255
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.