Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Síða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Síða 9
þega sem umboðsmaður fyrir annan aðila, t.d. útgerðarmann.3 Er síðari hátturinn miklu algengari. Eftir 2. mgr. 120. gr. er „farþegi" (da.: passager) ekki aðeins mað- ur, „sem flytja á eða verður fluttur“ með skipi samkvæmt farsamn- ingi (da.: befordringsaftale, sæ.: avtal om passagerarbefordran), held- ur einnig maður, sem með heimild farsala fylgir ökutæki eða lifandi dýri, er farmsamningur tekur til.4 Aðrir teljast ekki farþegar, t.d. laumufarþegar eða skipbrotsmenn, sem fluttir eru til næstu hafnar, eftir að þeim er bjargað.5 I 3. mgr. 120. gr. er greint á milli farangurs (da.: rejsegods) og handfarangurs (da.: hándbagáge). „Farangur“ merkir sérhvern hlut, þ.á m. ökutæki, sem fluttur er í tengslum við farsamning.6 Auk þess segir í greininni, að til farangurs teljist dýrgripir, sem greindir eru í 2. mgr. 138. gr. (Eftir síðarnefndu ákvæði er farsali þó einungis bótaskyldur fyrir „tapi eða tjóni“ á slíkum verðmætum, ef hann hefur tekið við þeim til öryggisgeymslu.) „Handfarangur“ er eftir 3. mgr. 120. gr. farangur, sem farþegi hefur í vörslum sínum eða í klefa sín- um eða sem hann flytur með sér í eða á ökutæki sínu.7 Reglur um farangur gilda þó ekki, ef „varan er flutt samkvæmt farmsamningi [hér mun átt við skriflegan farmsamning, ,,certeparti“] eða farmskírteini eða skjali sem notað er við vöruflutninga," 3. mgr. i.f. 120. gr. Bifreið, sem farþégi hefur með sér (þ.e. flutt í tengslum 3 í hliðstæðum ákvæðum dönsku og norsku siglingalaganna er berum orðum tekið fram, að farsali geti verið „reder, befragter (underbortfragter) eller anden.“ Tilvitnunin er úr dönsku sigll. í grg. með frv. til ísl. sigll., sjá Alþt. 1984 A, bls. 1034, og norrænum nefndarálitum, sbr. t.d. Innstilling IX, bls. 11, er tekið fram, að ákvæðið geti átt við ferðaskrifstofur, sem selja far í eigin nafni. 4 „ ... sem háð er samningi um vöruflutning", eins og segir í lagagreininni. 5 Um stofnun bótaréttar slíkra manna á hendur farsala fer eftir almennum reglum, en reglur 5. kafla sigll. um mótbárur og takmarkaða ábyrgð farsala gilda einnig gagn- vart þeim, sem ekki teljast farþegar (eða skipverjar), sbr. 123. gr. Um bótarétt skip- verja vegna slyss fer yfirleitt eftir almennum bótareglum, en skipverjum er tryggður aukinn réttur með sérstakri slysatryggingu, sjá 171. og 172. gr. sigll., sbr. 5. tl. 175. gr. Reglur um bótagrundvöll eru í heild hagstæðari farþcgum en skipverjum. Hins vegar ber farsali almennt takmarkaða bótaábyrgð gagnvart farþegum, sbr. 5. og 6. kafla hér á eftir, en bótaábyrgð, sem útgerðarmaður ber gagnvart skipverjum eftir almennum reglum, er ekki takmörkuð við bótaþak. Um reglur um skaðabætur og vátryggingar vegna slyss skipverja, sjá Arnljótur Björnsson (1986), bls. 239 o. áfr. 6 Orðið „ökutæki" („vehicle" í Aþenusamningnum frá 1974, „k0ret0j“ f dönsku sigll.) verður væntanlega skýrt þrengra en sama orð í umferðarlögum nr. 50/1987, sbr. 2. gr. þeirra laga. Nær er að telja, að það taki til vélknúinna ökutækja í merkingu 2. gr. umferðarlaga. Ekki er vikið að þessu í grg. með frv. til sigll. 1985. í athugasemdum við 3. mgr. 120. gr. segir aðeins, að ákvæðið þarfnist ekki skýringar. 7 Til handfarangurs teljast því m.a. föt, sem farþegi er f, úr og aðrir munir, sem hann ber á sér. 231

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.