Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 18
Reglur um ábyrgð annarra flytjenda en upphaflegs farsala eru í
2. mgr., og í 3. mgr. er kveðið á um óskipta ábyrgð beggja eða allra
flytj enda.
Ákvæði 145. gr. svara í aðalatriðum til 73. gr. sigll. um ábyrgð
farmflytjenda í áfangaflutningum.32 1 2. málsl. 2. mgr. 145. gr. er
þó regla, sem ekki á sér hliðstæðu í 73. gr. Reglan er þess efnis, að
flytjandi er ekki bundinn af samningi, sem felur í sér, að upphaf-
legur farsali tekur á sig víðtækari ábyrgð en leiðir af 5. kafla sigll.,
nema hann hafi samþykkt rýmkun ábyrgðarinnar.
8. BÓTAÁBYRGÐ ANNARRA EN FARSALA
Menn, sem farsali ber ábyrgð á, njóta eftir 146. gr. sama réttar og
hann til að hafa uppi mótbárur eða bera fyrir sig reglur um takmark-
aða ábyrgð. Þeir, sem farsali ber ábyrgð á, eru skipverjar og aðrir,
sem vinna í þágu skips, sbr. 1. mgr. 171. gr., svo og flytjendur, er
annast flutning, sem farsali hefur tekið að sér, sbr. 1. mgr. 145. gr.
Samanlögð ábyrgð farsala og þeirra, sem hann ber ábyrgð á, má
ekki fara fram úr þeirri takmörkunarfjárhæð, sem gildir fyrir far-
sala. Getur tjónþoli því ekki farið í kringum reglur 5. kafla um bóta-
þak með því að stefna t.d. skipverja, sem valdið hefur tjóni í þjón-
ustu farsala. Skipverjinn er aðeins ábyrgur að því ábyrgðarmarki,
sem gildir fyrir hann, 1. mgr. 146. gr.
1 2. mgr. 146. gr. er ákvæði hliðstætt 143. gr., þess efnis að stór-
felld sök tjónvalds girði fyrir rétt hans til að bera fyrir sig ákvæði
1. mgr., sbr. 6. kafla hér á undan.
Ákvæði 146. gr. svara til reglna 2.—3. mgr. 72. gr. um bótaskyldu
þeirra, sem farmflytjandi ber ábyrgð á.33
9. HVERJIR EIGA RÉTT TIL AÐ GERA KRÖFU?
VARNARÞING
147. gi’. reisir skorður við því, hverjir geti haft uppi sjálfstæða
bótakröfu vegna líkamstjóns eða seinkunar farþega. Ákvæði greinar-
innar skerða hins vegar hvorki rétt til að framselja bótakröfu farþega
32 Sbr. Arnljótur Björnsson (1987b), bls. 117—118.
33 Um 72. gr. sigll., sjá Arnljótur Björnsson (1987b), bls. 116—117.
240