Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 28
(hér á eftir nefnt frumvarpið 1973). Verður að skilja það svo að sú greinargerð sé í heild hluti af greinargerð með frumvarpinu að lögun- um, eftir því sem við getur átt. Eru raunar víða teknar upp orðrétt- ar athugasemdir úr þeirri greinargerð að því er einstakar greinar lag- anna varðar. Verður nú vikið að einstökum efnisatriðum laganna og byrjað á rétt- arstöðu umboðsmanns. Tilgangurinn er fyrst og fremst að kynna þessa nýju löggjöf. Rétt er að geta þess að ætlunin var að samhliða tækju gildi almenn stjórnsýslulög. Frumvarp þess efnis náði þó ekki fram að ganga. 1. Kosning (1. og 3. mgr. 1. gr.) „Kjör umboðsmanns Alþingis fer fram í sameinuðu þingi. Kosningin gildir til fjögurra ára“. — „Við tímabundin forföll umboðsmanns getur Alþingi kosið staðgengil til að gegna embættinu meðan forföll vara.“ Umboðsmaður skal kjörinn af sameinuðu þingi til fjögurra ára. Er það í samræmi við 1. gr. frumvarpsins 1973 að öðru leyti en því að þar var gert ráð fyrir að kjörtímabil umboðsmanns hæfist ætíð 1. janúar eftir kjör. 1 lögunum er hins vegar í ákvæði til bráðabirgða einungis kveðið á um upphaf kjörtímabils fyrsta umboðsmanns, þ.e. 1. janúar 1988. Samkvæmt þessu er ljóst að kjörtímabil umboðsmanns er ekki bundið við kjörtímabil Alþingis svo sem gert var ráð fyrir í frumvarp- inu að lögunum en þar hljóðaði ákvæðið svo: ,,Að loknum hverjum kosningum til Alþingis kýs sameinað þing umboðsmann Alþingis." I athugasemdum við þessa grein frumvarpsins kemur fram að ætlunin var að hafa hér sama fyrirkomulag og í Danmörku. Er tekið fram að ætla megi „að það sé til þess fallið að auðvelda umboðsmanni störfin ef hann sækir umboð sitt beint til meirihluta þess þings sem situr hverju sinni“. Þessi ummæli endurspegla gamalt álitaefni sem m.a. kom til umræðu á þingi 1963. Þá lýsti Kristján Thorlacius þeirri skoð- un sinni að fara þyrfti aðrar leiðir við kjör lögsögumanns en þær sem giltu á Norðurlöndum, þ.e. að einfaldur meirihluti þings kysi hann. Var sú skoðun ekki rökstudd en annar þingmaður, Einar Olgeirsson, tók dýpra í árinni og sagði óhugsandi að kjósa slíkan mann einungis af meirihluta Alþingis því að það væri í mótsetningu við tilgang embætt- isins. Nær lægi að kjósa hann í hvert skipti af minnihluta Alþingis ef menn vildu á annað borð innleiða slíka kosningu (AT 1987 D: 795 og 798). En hvað sem um það er má sjálfsagt um hitt deila hvort það sé endilega til þess fallið að auðvelda umboðsmanni störfin að hann sé kjörinn af Alþingi sem situr hverju sinni. I fyrsta lagi gæti slíkt fyrir- 250
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.