Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 26
lega beitt í þjóðfélaginu. Það væri fyrir alllöngu orðin almenn skoðun manna í landinu að ef hinn almenni borgari vildi reyna að tryggja framgang mála sinna yrði hann með einhverjum hætti að njóta stuðn- ings sterkra aðila í þjóðfélaginu. Höfuðmarkmið með stofnun lögsögu- mannsembættisins væri því að efla traust almennings á stjórn þjóðfé- lagsins og eyða tortryggni (AT 1963 D: 794). Þessari þingsályktunar- tillögu var vísað til allsherjarnefndar en nefndarálit kom ekki fram og var tillagan ekki tekin á dagskrá framar. Tillagan var endurflutt óbreytt á árunum 1964, 1965 og 1966 en hlaut ekki afgreiðslu og ekk- ert nefndarálit kom fram. 1 framsöguræðu á þinginu 1967 kvartaði einn flutningsmanna, Einar Ágústsson, yfir því tómlæti sem tillagan hefði sætt á þingi. Hvatti hann þingmenn til þess að gefa málinu meiri gaum og vísaði m.a. til hinnar góðu reynslu Dana af embætti umboðsmanns (AT 1967 D: 291-293). Á Alþingi árið 1970 (á 91. löggjafarþingi) flutti Pétur Sigurðsson svohljóðandi þingsályktunartillögu: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn- inni að láta undirbúa löggjöf um stofnun embættis umboðsmanns Al- þingis. Skal hliðsjón höfð af sambærilegri löggjöf annarra þjóðþinga á Norðurlöndum. Frumvarp þessa efnis skal lagt fyrir næsta reglulegt Al- þingi.“ Hafði málið þá legið niðri á þingi frá árinu 1967. Þingsálykt- unartillagan var samþykkt á Alþingi vorið 1972 (á 92. löggjafarþingi 1971-1972). Á 94. löggjafarþingi 1973-1974 var lagt fram stjórnar- frumvarp um umboðsmann Alþingis sem Sigurður Gizurarson, þá hæsta- réttarlögmaður, hafði samið. Það varð ekki útrætt. Á 98. löggjafarþingi 1976-1977 flutti Pétur Sigurðsson o.fl. frumvarp um sama mál sem varð ekki heldur útrætt. Á því þingi flutti Benedikt Gröndal einnig frumvarp til laga um umboðsnefnd Alþingis sem skyldi vera ein af fastanefndum þingsins en að öðru leyti var frumvarpið í öllum aðal- atriðum eins og áðurnefnt stjórnarfrumvarp. Á 100. löggjafarþingi 1978-1979 flutti Ellert B. Schram o.fl. þingsályktunartillögu um mál- ið en hún hlaut ekki afgreiðslu. Á 108 löggjafarþingi 1985-1986 flutti Gunnar G. Schram o.fl. frumvarp um umboðsmann Alþingis sem var samhljóða stjórnarfrumvarpinu frá 1973. Það frumvarp varð ekki út- rætt en sömu þingmenn lögðu það fram á ný árið eftir. Á því þingi (109. löggjafarþingi 1986-1987) var lagt fram stjórnarfrumvarp um umboðsmann Alþingis, samið af Eiríki Tómassyni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni, hæstaréttarlögmönnum, og varð það frumvarp að lög- um lítið breytt þann 20. mars 1987, eins og áður segir. Þess skal að lokum getið að í frumvarpi til stj órnskipunarlaga sem lagt var fram á 105. löggjafarþingi 1982-1983 var svofellt ákvæði í 248
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.