Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Page 26

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Page 26
lega beitt í þjóðfélaginu. Það væri fyrir alllöngu orðin almenn skoðun manna í landinu að ef hinn almenni borgari vildi reyna að tryggja framgang mála sinna yrði hann með einhverjum hætti að njóta stuðn- ings sterkra aðila í þjóðfélaginu. Höfuðmarkmið með stofnun lögsögu- mannsembættisins væri því að efla traust almennings á stjórn þjóðfé- lagsins og eyða tortryggni (AT 1963 D: 794). Þessari þingsályktunar- tillögu var vísað til allsherjarnefndar en nefndarálit kom ekki fram og var tillagan ekki tekin á dagskrá framar. Tillagan var endurflutt óbreytt á árunum 1964, 1965 og 1966 en hlaut ekki afgreiðslu og ekk- ert nefndarálit kom fram. 1 framsöguræðu á þinginu 1967 kvartaði einn flutningsmanna, Einar Ágústsson, yfir því tómlæti sem tillagan hefði sætt á þingi. Hvatti hann þingmenn til þess að gefa málinu meiri gaum og vísaði m.a. til hinnar góðu reynslu Dana af embætti umboðsmanns (AT 1967 D: 291-293). Á Alþingi árið 1970 (á 91. löggjafarþingi) flutti Pétur Sigurðsson svohljóðandi þingsályktunartillögu: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn- inni að láta undirbúa löggjöf um stofnun embættis umboðsmanns Al- þingis. Skal hliðsjón höfð af sambærilegri löggjöf annarra þjóðþinga á Norðurlöndum. Frumvarp þessa efnis skal lagt fyrir næsta reglulegt Al- þingi.“ Hafði málið þá legið niðri á þingi frá árinu 1967. Þingsálykt- unartillagan var samþykkt á Alþingi vorið 1972 (á 92. löggjafarþingi 1971-1972). Á 94. löggjafarþingi 1973-1974 var lagt fram stjórnar- frumvarp um umboðsmann Alþingis sem Sigurður Gizurarson, þá hæsta- réttarlögmaður, hafði samið. Það varð ekki útrætt. Á 98. löggjafarþingi 1976-1977 flutti Pétur Sigurðsson o.fl. frumvarp um sama mál sem varð ekki heldur útrætt. Á því þingi flutti Benedikt Gröndal einnig frumvarp til laga um umboðsnefnd Alþingis sem skyldi vera ein af fastanefndum þingsins en að öðru leyti var frumvarpið í öllum aðal- atriðum eins og áðurnefnt stjórnarfrumvarp. Á 100. löggjafarþingi 1978-1979 flutti Ellert B. Schram o.fl. þingsályktunartillögu um mál- ið en hún hlaut ekki afgreiðslu. Á 108 löggjafarþingi 1985-1986 flutti Gunnar G. Schram o.fl. frumvarp um umboðsmann Alþingis sem var samhljóða stjórnarfrumvarpinu frá 1973. Það frumvarp varð ekki út- rætt en sömu þingmenn lögðu það fram á ný árið eftir. Á því þingi (109. löggjafarþingi 1986-1987) var lagt fram stjórnarfrumvarp um umboðsmann Alþingis, samið af Eiríki Tómassyni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni, hæstaréttarlögmönnum, og varð það frumvarp að lög- um lítið breytt þann 20. mars 1987, eins og áður segir. Þess skal að lokum getið að í frumvarpi til stj órnskipunarlaga sem lagt var fram á 105. löggjafarþingi 1982-1983 var svofellt ákvæði í 248

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.