Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Page 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Page 43
vinnugögn í athugasemdum með frumvarpinu að lögunum, svo sem var í greinargerð með frumvarpinu 1973, má ætla að tilgangurinn hafi ver- ið sá að upplýsingarétturinn skv. lögunum næði ekki til slíkra gagna. Þessi niðurstaða er þó engan veginn örugg því að í athugasemdum við 8. gr. er vikið að þagnarskyldu varðandi vinnugögn en þar getur verið um mistök að ræða svo sem nánar er vikið að í IX. kafla hér á eftir. í þessu sambandi er rétt að benda á að í lögin var ekki tekið upp ákvæði 9. gr. frumvarpsins 1973 þar sem sagði að umboðsmaður skyldi hafa frjálsan aðgang að skrifstofu, vinnustað, þjónustustofn- un eða öðru húsnæði stjórnvaldshafa og hverri þeirri starfsemi sem verksvið hans tæki til. Hér var um mjög víðtæka heimild að ræða sem rétt er að vekja athygli á vegna þess að sums staðar, t.d. í Danmörku, hefur starf umboðsmanns beinst í æ ríkara mæli að því að hafa eftirlit með ýmsum stofnunum hins opinbera, svo sem dvalarheimilum, fang- elsum, sjúkrahúsum o.s.frv. I greinargerð með frumvarpinu 1973 sagði um þetta ákvæði að umboðsmaður gæti skoðað skrifstofur og gögn sem þar eru, embættisbækur og skjöl, og tekið sýnishorn úr þeim. Einnig gæti hann heimsótt dvalarheimili, fangelsi, spítala o.s.frv. og kynnt sér stjórn stofnunar og aðbúnað vistmanna. Um ákvæðið giltu annars vegar sömu sjónarmið og um rannsókn mála, vettvangsgöngu o.s.frv., en hins vegar gæti umboðsmaður notað heimildina til almenns aðhalds þar eð vitneskjan um að von gæti verið á heimsókn hans veitti aðhald. Þótt sambærilegt ákvæði hafi ekki verið tekið upp í lögin þarf ekki að vera loku fyrir það skotið að umboðsmaður framkvæmi slíkar athuganir af sjálfsdáðum í skjóli ákvæðis 5. gr. laganna en um það ákvæði segir í athugasemdum að umboðsmaður geti tekið til könn- unar „ákveðið ástand innan stjórnsýslunnar“. Ákvæði 2. mgr. 7. gr. laganna um takmörkun á þessum upplýsinga- rétti umboðsmanns er ekki eins víðtækt og ákvæði 8. gr. frumvarpsins 1973 þar sem sagði að upplýsingaréttur umboðsmanns sætti þeim tak- mörkunum sem taldar eru upp í 2. tl. 125. gr., 2. og 4. tl. 126. gr. 1. 85/1986 og 94. gr. 1. 74/1974. Orðalag 2. mgr. 7. gr. laganna er hins vegar hið sama og gildir um vitnaskyldu í 2. tl. 126. gr. 1. 85/1936. Er því freistandi að ætla að í undanþágunni felist hið sama og í þessu ákvæði einkamálalaga, að breyttu breytanda, þótt það sé ekki bein- línis tekið fram í greinargerð með lögunum. 2. Vitnaleiðslur (3. mgr. 7. gr.) „Umboðsmaður getur óskað þess að dómari kveðji mann fyrir dóm til að bera vitni um atvik sem máli þykja skipta. Um vitnaleiðsluna skal farið eftir reglum laga nr. 74/1974, 265

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.