Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 22
farþega þykir að þessu leyti vera betri en ella, leggja lögin aðeins venjulega sakarábyrgð á farsala (3. kafli). Enda þótt sönnunarbyrði sé að verulegu leyti lögð á farsala um það, með hverjum hætti tjón hafi borið að höndum, eru reglur 5. kafla sigll. að öðru leyti í samræmi við almennar reglur um sönnunarbyrði. Eftir 1. mgr. 140. gr. hvílir sönnunarbyrði á tjónþola um, hversu mikið tjón hans er, og einnig um, að tjónið hafi hlotist af atvikum í flutningi (4. kafli). Samkvæmt 141. gr. takmarkast bótaábyrgð farsala í hverri ferð við eftirfarandi fjárhæðir: 100.000 SDR fyrir hvern farþega, sem bíður líkamstjón, 2.000 vegna seinkunar fai’þega, 1.300 SDR fyrir handfarangur, 5.000 SDR fyrir verðmæti í öryggisgeymslu farsala, 8.000 fyrir hvert ökutæki og 2.000 SDR fyrir annan farangur. Auk þess á farsali rétt á að beita ákvæðum í 142. gr. um tjónsfrádrátt (eigin áhættu farþega), ef tjón hlýst á farangri eða farþega eða far- angri seinkar. Farsali getur borið fyrir sig ákvæði um takmörkunar- f járhæð og tjónsfrádrátt, þótt þeirra sé ekki getið í farsamningi eða þau tilkynnt farþega með öðrum hætti. Hins vegar má hann ekki áskilja sér betri rétt en 141. og 142. gr. veita honum, sjá 149. gr., sbr. 150. gr. Ef mikið sjóslys verður, getur reynt á reglur 9. kafla sigll. um alls- herjai’takmörkun ábyrgðar. Heildai’bætur úr hendi útgerðarmanns vegna einstaks sjóslyss geta ekki farið fram úr því marki, sem við á skv. 9. kafla. Rýrnun verðgildis gjaldmiðla þeirra, sem eru grund- völlur verðmæliseiningarinnar SDR, kann í sumum tilvikum að leiða til þess, að farþegi fái ekki fullar bætur fyrir tjón sitt. Þetta á bæði við um reglur 141. gr. um takmarkaða ábyrgð farsala og reglur 9. kafla sigll. um allsherjartakmörkun (5. kafli). Mjög mikil sök af hálfu farsala getur firrt hann eða aðra bótaskylda rétti til að bera fyrir sig ákvæði laganna um takmarkaða bótaábyrgð, sbr. 143. gr. og 2. mgr. 146. gr. Hliðstæð ákvæði um brottfall réttar til takmörkunar ábyrgðar gilda um farmflytjanda og ýmsa aðra, sem ábyrgð bera á farmtjóni, sbr. 6. mgr. 70. gr. og 3. mgr. 72. gr., og útgerðarmann o.fl., sbr. 176. gr. (6. kafli). Ef annar eða aðrir flytjendur annast flutning farþega að nokkru eða öllu leyti, er hinn upphaflegi farsali ábyrgur, eins og hann hefði sjálfur annast allan flutninginn. 1 145. gr. eru nánari ákvæði um bóta- ábyrgð, þegar flytjendur eru fleiri en einn (7. kafli). Skipverjar og aðrir menn, er farsali ber ábyrgð á, njóta gagnvart bótakröfu farþega sama mótbáruréttar og farsali, þ.á m. réttar til að bera fyrir sig reglur laganna um takmarkaða ábyrgð. Samanlögð 244
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.