Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 50
fremur getur hann látið saksóknara ríkisins vita um málið, sbr. b-lið 2. mgr. 10. gr. frv.“ Það sem fyrst og fremst vekur athygli hér er það að umboðsmaður getur látið „þar við sitja“ þegar um stórafbrot — eða mistök er að ræða. Þetta ákvæði er ekki aðeins til þess fallið að skapa tortryggni heldur er og sú erfiða skylda lögð á umboðsmann að meta hvora leiðina hann velur. Gæti það aftur haft í för með sér togstreitu gagnvart Alþingi og nefndum stjórnvaldshöfum. XI. LOKAORÐ Réttaröryggi borgaranna er ekki síst fólgið í því að geta staðreynt lögmæti og réttmæti stjórnsýsluathafna hjá öðrum en þeim sem að þeim stóðu. Þetta reynir réttarskipanin að tryggja með ýmsum hætti og skiptir þar mestu máli heimild til stjórnsýslukæru og málsskots til dómstóla þótt fleira komi til (sjá t.d. TL 1987 99-100). Séu heimildir umboðsmanns skv. umboðsmannslögunum bornar sam- an við þessi réttarúrræði gætu þær sýnst heldur rýrar. Þannig getur umboðsmaður hvorki breytt né fellt niður stjórnsýsluákvörðun þótt hann telji hana ranga. Hann getur ekki heldur kveðið á um skaðabætur eða gefið stjórnsýslunni bindandi fyrirmæli að lögum. Meginheimild hans er einfaldlega sú að gefa í umboði Alþingis álit á því hvort stjórn- sýsluathöfn brjóti í bága við lög eða góða stjórnsýsluhætti. Slík álits- gerð, hvort sem hún felur í sér tilmæli, gagnrýni, ráð eða leiðbeining- ar, er hvorki skuldbindandi fyrir borgarana né stjórnvaldshafa. Hversu áhrifaríkt þetta nýja réttaröryggistæki, umboðsmannsaðhaldið, reyn- ist veltur þess vegna fyrst og fremst á því hvort stj órnsýsluhafar hafi það siðferðisþrek að fara eftir áliti og tilmælum umboðsmanns. Er þá að sjálfsögðu út frá því gengið að umboðsmaður hafi þá tiltrú sem hér, eins og annars staðar, er forsenda áhrifa hans í þjóðfélaginu. TILVITNANIR Alþingistíðincli (AT): Björn Þ. Guðmundsson: Ólafur Jóhannesson: Sigurður Gizurarson: 1960 B. 1963 A2. 1963 D. 1967 D. 1973-1974 A. 1982-1983 A. 1986- 1987 B. 1987 D. 1) Hugleiðingar um ráðherravanhæfi. Úlfljótur (Ú) 1986: 3.-4. tbl., bls. 291-300. 2) Grundvallarhugtök í stjórnsýslurétti. Tímarit lögfræðinga (TL) 1987, 2. hefti, bls. 85-103. 1) Alþingi og framkvæmdarvaldið. Tímarit lögfræðinga (TL) 1954, 1. hefti, bls. 4-27. 2) Stjórnarfarsréttur, Reykjavík 1955. 3) Stjórnskipun íslands, Reykjavík 1978. Umboðsmaður Alþingis. Úlfljótur (Ú) 1987: 2. tbl., bls. 119-134. 272
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.