Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 14
(hreina hlutlæga ábyrgð), ef farþegi slasast eða skemmdir verða á munum í flutningi. Samkvæmt lögum nr. 34/1964 um loftferðir er flytjandi bótaskyldur eftir sakarlíkindareglu, ef farþegi slasast eða innritaður farangur eða varningur skemmist eða glatast. Sama gildir um tjón af völdum dráttar við flutning farþega, innritaðs farangurs eða varnings. Hvorki eru í umferðar- né loftferðalögum ákvæði hlið- stæð réglum 5. kafla sigll., sem leiða til þess, að flytjandi beri í sum- um tilvikum ábyrgð eftir almennum skaðabótareglum. 3.4 Eigin sök tjónþola Um réttaráhrif sakar tjónþola fer eftir almennum reglum, sjá 139. gr. Farþegi getur t.d. misst bótarétt að einhverju eða öllu leyti vegna þess, að hann hefur meðferðis hættulegan farangur, sbr. 128. og 129. gr. Ákvæði um bótaskyldu farþega gagnvart farsala er í 130. gr. 4. SÖNNUNARBYRÐI UM TJÖNIÐ SJÁLFT OG AÐ ÞAÐ HAFI ORÐIÐ I FERÐ 1. mgr. 140. gr. sigll. hljóðar svo: „Sönnunarbyrði um það, hversu mikið tap eða tjón var, eða um það, að tapið eða tjónið hafi orðið af óhappatilviljun í flutningi,21 hvílir á þeim sem bóta krefst.“ Hér hef- ur tekist illa til með þýðingu á hliðstæðu ákvæði í þeim erlendu lögum, sem farið var eftir við gerð ísl. siglingalagafrumvarpsins. Orðið „hændelse“ (no.: hending) er þýtt með „óhappatilviljun“, þannig að úr verður merkingarleysa. Seinni hluta íslenska ákvæðisins verður vitanlega að lesa þannig, að í stað „óhappatilvilj un“ komi „atvik“ eða annað orð sömu merkingar. Ákvæði 1. mgr. 140. gr. þannig lesin eru í samræmi við almennar réttarreglur, sbr. athugasemdir með frv. til sigll.22 Tjónþola ber samkvæmt þessu að sanna, að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna atviks, sem bar að höndum í flutningi. Honum ber einn- ig að sanna, hversu mikið tjónið er, metið til fjár. Þegar tjónþoli hefur sýnt fram á þetta, reynir á reglur 2.—4. mgr. 140. gr. um það, hver beri sönnunarbyrði um sök, en þeim er lýst í 3. kafla hér á undan. Ágreiningur getur orðið um, hvenær ferð (flutningur) hefst eða hvenær henni lýkur, sjá nmgr. 11. 21 Flutningur merkir hér hið sama og ferð, sbr. 137. og 138. gr. Sjá nmgr. 11. 22 Alþt. 1984 A, bls. 1037. 236
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.