Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 27
78. gi\: „Alþingi kýs fulltrúa, sem nefnist ármaður. Er hlutverk hans að gæta þess, að stjórnsýsluyfirvöld skerði ekki rétt manna í störfum sínum, og skal nánar um það fjallað í lögum. Sérhver sá, sem telur á rétt sinn gengið af hálfu yfirvalda, getur leitað til ármanns með erindi sitt.“ 1 greinargerð með frumvarpinu kemur fram að tilgangurinn með ákvæðinu hafi verið að lögbinda embætti umboðsmanns Alþingis svo sem það tíðkast með öðrum þjóðum og eru Danmörk, Svíþjóð og Bret- land sérstaklega nefnd í því sambandi (AT 1982-1983 A: 2721-2754). III. NAFNIÐ UMBOÐSMAÐUR Svo sem áður er fram komið hefur nafn þessa embættismanns vaf- ist fyrir mönnum. Snerust raunar umræðurnar á Alþingi þegar fjallað var um lögsögumann nokkuð um það efni. Tillaga stjórnarskrárnefnd- ar um heitið ármaður hefur þegar verið nefnt. Til viðbótar má geta þess að Ólafur Jóhannesson talar um löggæslustjóra sem þýðingu á justitieombudsmann skv. sænsku lögunum (sjá TL 1954: 25) og í áður- nefndri framsöguræðu á þingi 1967 nefnir Einar Ágústsson heitið stjórnsýslugæslumaður (AT 1967 D: 293). Loks má nefna að sá er þetta ritar lagði til á fundi með allsherjarnefnd veturinn 1987 að embættismaðurinn yrði kallaður umboðsmaður almennings til að taka af allan vafa um að hann væri líka óháður Alþingi í störfum sínum. Jón Kristjánsson, framsögumaður fyrir nefndaráliti allsherjarnefnd- ar efri deildar, gerði þetta að umtalsefni og sagði að fram hefði kom- ið í umræðum í nefndinni að nafn frumvarpsins hefði getað verið heppilegar valið, „að hér væri fremur um umboðsmann almennings að ræða, starfssvið hans lægi á því sviði, en nefndin sá samt ekki ástæðu til að gera breytingartillögu, þar sem þetta nafn er orðið viðurkennt í umræðum um þetta embætti“ (AT 1986-1987 B: 3778). IV. RÉTTARSTAÐA UMBOÐSMANNS Lögin um umboðsmann Alþingis eru 16 greinar, auk ákvæðis til bráðabirgða þess efnis að umboðsmaðurinn skuli kjörinn í fyrsta sinn fyrir 1. janúar 1988. Greinargerð með frumvarpinu að lögunum (hér á eftir nefnt frumvarpið að lögunum) er fremur stuttaraleg. I inn- gangi er sagt að vísað sé í heild til greinargerðar Sigurðar Gizurar- sonar með stjórnarfrumvarpinu sem lagt var fram á þingi 1973-1974 249
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.