Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 27
78. gi\: „Alþingi kýs fulltrúa, sem nefnist ármaður. Er hlutverk hans
að gæta þess, að stjórnsýsluyfirvöld skerði ekki rétt manna í störfum
sínum, og skal nánar um það fjallað í lögum. Sérhver sá, sem telur á
rétt sinn gengið af hálfu yfirvalda, getur leitað til ármanns með erindi
sitt.“ 1 greinargerð með frumvarpinu kemur fram að tilgangurinn með
ákvæðinu hafi verið að lögbinda embætti umboðsmanns Alþingis svo
sem það tíðkast með öðrum þjóðum og eru Danmörk, Svíþjóð og Bret-
land sérstaklega nefnd í því sambandi (AT 1982-1983 A: 2721-2754).
III. NAFNIÐ UMBOÐSMAÐUR
Svo sem áður er fram komið hefur nafn þessa embættismanns vaf-
ist fyrir mönnum. Snerust raunar umræðurnar á Alþingi þegar fjallað
var um lögsögumann nokkuð um það efni. Tillaga stjórnarskrárnefnd-
ar um heitið ármaður hefur þegar verið nefnt. Til viðbótar má geta
þess að Ólafur Jóhannesson talar um löggæslustjóra sem þýðingu á
justitieombudsmann skv. sænsku lögunum (sjá TL 1954: 25) og í áður-
nefndri framsöguræðu á þingi 1967 nefnir Einar Ágústsson heitið
stjórnsýslugæslumaður (AT 1967 D: 293). Loks má nefna að sá er
þetta ritar lagði til á fundi með allsherjarnefnd veturinn 1987 að
embættismaðurinn yrði kallaður umboðsmaður almennings til að taka
af allan vafa um að hann væri líka óháður Alþingi í störfum sínum.
Jón Kristjánsson, framsögumaður fyrir nefndaráliti allsherjarnefnd-
ar efri deildar, gerði þetta að umtalsefni og sagði að fram hefði kom-
ið í umræðum í nefndinni að nafn frumvarpsins hefði getað verið
heppilegar valið, „að hér væri fremur um umboðsmann almennings að
ræða, starfssvið hans lægi á því sviði, en nefndin sá samt ekki ástæðu
til að gera breytingartillögu, þar sem þetta nafn er orðið viðurkennt
í umræðum um þetta embætti“ (AT 1986-1987 B: 3778).
IV. RÉTTARSTAÐA UMBOÐSMANNS
Lögin um umboðsmann Alþingis eru 16 greinar, auk ákvæðis til
bráðabirgða þess efnis að umboðsmaðurinn skuli kjörinn í fyrsta sinn
fyrir 1. janúar 1988. Greinargerð með frumvarpinu að lögunum (hér
á eftir nefnt frumvarpið að lögunum) er fremur stuttaraleg. I inn-
gangi er sagt að vísað sé í heild til greinargerðar Sigurðar Gizurar-
sonar með stjórnarfrumvarpinu sem lagt var fram á þingi 1973-1974
249