Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 45
torvaldast af þeim sökum“. 1 frumvarpinu 1973 var samsvarandi ákvæði í 10. gr. þess þannig orðað: „nema að rannsókn kunni að tor- veldast stórum sakir þess“, þ.e. við að skýra frá efni kvörtunar. í athugasemdum með frumvarpinu var tekið það dæmi að sakargögnum kynni að verða spillt ef skýrt væri frá efni kvörtunar. Þótt ákvæði 9. gr. laganna sé ekki eins skýrt og æskilegt hefði verið má ætla að tilgangurinn hafi verið sá að stjórnvaldshafi nyti almennt andmælaréttar og styrkir þá ályktun ákvæði a-liðs 10. gr. þar sem segir að umboðsmaður geti látið mál niður falla „að fenginni leiðrétt- ingu eða skýringu stjórnvalds.“ VIII. LOK UMBOÐSMANNSMÁLS „Telji umboðsmaður þegar í upphafi að kvörtun gefi ekki nægilegt tilefni til nánari athugunar eða uppfylli ekki skilyrði laganna til að mega hljóta meðferð skal hann til- kynna kvartanda það og er málinu þá lokið. — Hafi umboðsmaður tekið mál til með- ferðar geta lyktir þess orðið: a. Hann getur iátið mál niður falla að fenginni leiðrétt- ingu eða skýringu stjórnvalds. b. Hann getur gefið álit um hvort athöfn stjórnvalds brjóti í bága við lög eða hvort annars hafi verið brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum. Teiji hann um að ræða brot í starfi sem varðar viðurlögum samkvæmt lögum skal gera viðeigandi yfirvöldum viðvart." (10. gr.). Svo sem áður er getið tekur umboðsmaður mál til meðferðar annað- hvort eftir kvörtun eða að eigin frumkvæði. I þessari lagagrein sýnist hins vegar eingöngu vera fjallað um hverjar lyktir kvörtunarmáls geta orðið, ef marka má greinargerð. Er efni 10. gr. nokkuð á annan veg en ákvæði 12. gr. frumvarpsins 1973 sem hljóðaði svo: „Umboðsmaður Alþingis getur sagt álit sitt á hverju því máli sem kemur til meðferðar hans. — Umboðsmaður getur bent á að stjórnvaldi eða opinberum sýslunarmanni hafi orðið á mistök, vanræksla, ranglæti eða hvaðeina annað er ábótavant þykir. Ef hann kemst að þeirri niðurstöðu að stj órn- sýslugerningur brjóti í bág við lög, skorti stoð í lögum eða sé ógildur o.s.frv. getur hann látið það álit sitt í ijósi. — Umboðsmaður getur látið mál niður falla að fenginni leiðréttingu eða skýringu stjórnvalds. — Umboðsmaður getur látið saksóknara eða handhafa ögunarvalds vita á hvern hátt hann telur hæfilegt að hafast að gagnvart opinber- um starfsmanni. — Umboðsmaður getur lagt fyrir yfirvald að beita ögunarráðum III. kafla laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkis- ins, nr. 38/1954. — Umboðsmaður getur lagt fyrir saksóknara ríkis- ins að hefja réttarrannsókn eða höfða opinbert mál vegna ætlaðs af- 267
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.