Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Page 45
torvaldast af þeim sökum“. 1 frumvarpinu 1973 var samsvarandi
ákvæði í 10. gr. þess þannig orðað: „nema að rannsókn kunni að tor-
veldast stórum sakir þess“, þ.e. við að skýra frá efni kvörtunar. í
athugasemdum með frumvarpinu var tekið það dæmi að sakargögnum
kynni að verða spillt ef skýrt væri frá efni kvörtunar.
Þótt ákvæði 9. gr. laganna sé ekki eins skýrt og æskilegt hefði verið
má ætla að tilgangurinn hafi verið sá að stjórnvaldshafi nyti almennt
andmælaréttar og styrkir þá ályktun ákvæði a-liðs 10. gr. þar sem
segir að umboðsmaður geti látið mál niður falla „að fenginni leiðrétt-
ingu eða skýringu stjórnvalds.“
VIII. LOK UMBOÐSMANNSMÁLS
„Telji umboðsmaður þegar í upphafi að kvörtun gefi ekki nægilegt tilefni til nánari
athugunar eða uppfylli ekki skilyrði laganna til að mega hljóta meðferð skal hann til-
kynna kvartanda það og er málinu þá lokið. — Hafi umboðsmaður tekið mál til með-
ferðar geta lyktir þess orðið: a. Hann getur iátið mál niður falla að fenginni leiðrétt-
ingu eða skýringu stjórnvalds. b. Hann getur gefið álit um hvort athöfn stjórnvalds
brjóti í bága við lög eða hvort annars hafi verið brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum.
Teiji hann um að ræða brot í starfi sem varðar viðurlögum samkvæmt lögum skal gera
viðeigandi yfirvöldum viðvart." (10. gr.).
Svo sem áður er getið tekur umboðsmaður mál til meðferðar annað-
hvort eftir kvörtun eða að eigin frumkvæði. I þessari lagagrein sýnist
hins vegar eingöngu vera fjallað um hverjar lyktir kvörtunarmáls geta
orðið, ef marka má greinargerð. Er efni 10. gr. nokkuð á annan veg en
ákvæði 12. gr. frumvarpsins 1973 sem hljóðaði svo: „Umboðsmaður
Alþingis getur sagt álit sitt á hverju því máli sem kemur til meðferðar
hans. — Umboðsmaður getur bent á að stjórnvaldi eða opinberum
sýslunarmanni hafi orðið á mistök, vanræksla, ranglæti eða hvaðeina
annað er ábótavant þykir. Ef hann kemst að þeirri niðurstöðu að stj órn-
sýslugerningur brjóti í bág við lög, skorti stoð í lögum eða sé ógildur
o.s.frv. getur hann látið það álit sitt í ijósi. — Umboðsmaður getur
látið mál niður falla að fenginni leiðréttingu eða skýringu stjórnvalds.
— Umboðsmaður getur látið saksóknara eða handhafa ögunarvalds
vita á hvern hátt hann telur hæfilegt að hafast að gagnvart opinber-
um starfsmanni. — Umboðsmaður getur lagt fyrir yfirvald að beita
ögunarráðum III. kafla laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkis-
ins, nr. 38/1954. — Umboðsmaður getur lagt fyrir saksóknara ríkis-
ins að hefja réttarrannsókn eða höfða opinbert mál vegna ætlaðs af-
267