Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 15
5. TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR Ákvæði um takmörkun ábyrgðar farsala eru í 141.—143. gr. sigll., sbr. 144. og 146. gr. Eftir 141. gr. er bótaábyrgð farsala takmörkuð við tilteknar fjárhæðir (bótaþak), eins og nú verður rakið. Ábyrgðar- takmörkunin er lögbundin. Getur farsali borið hana fyrir sig, þótt hennar sé hvorki getið í farsamningi né hún gerð farþega kunn á ann- an hátt. Óheimilt er að semja um lægri ábyrgðarmörk, sbr. 10. kafla hér á eftir. Eigi skiptir máli um takmörkun ábyrgðar, hvort krafa er reist á farsamningi eða almennum skaðabótareglum, sbr. 144. gr. Regl- urnar um takmörkun ábyrgðar gilda ekki aðeins gagnvart farþegum í merkingu 120. gr., heldur einnig gagnvart öðrum, sem fara með skipi án þess að vera skipverjar, sbr. 123. gr. Hámark ábyrgðar farsala vegna líkamstjóns (þ.á m. dauða) er 100.000 SDR á hvern farþega, 1. mgr. 141. gr. sigll. SDR merkir sér- stök dráttarréttindi (Special Drawing Rights), sbr. 7. mgr. 177. gr. sigll., en sú verðmæliseining er notuð í alþjóðapeningakerfinu. Við hana er einnig miðað í öðrum ákvæðum sigll. um takmarkaða ábyrgð og mörgum alþjóðasamningum.23 Ábyrgð farsala vegna dráttar á flutningi farþega er takmörkuð við 2.000 SDR á hvern farþega, 1. mgr. 141. gr. Um takmörkun ábyrgðar vegna þess, að farangur glatast, skemm- ist eða kemur of seint fram, eru reglur í 2. mgr. 141. gr. Takmörkunar- fjárhæð er 1.300 SDR fyrir handfarangur hvers farþega, 5.000 SDR fyrir peninga og önnur verðmæti í öryggisgeymslu, 8.000 SDR fyrir hverja bifreið24 „sem tapast eða skemmist" (orðum innan tilvitn- unarmerkja er ofaukið í lagatextanum, því að takmörkunarfjárhæðin á einnig við seinkun, sbr. upphafsákvæði 2. mgr.) og 2.000 SDR fyrir „tap eða tjón á farangri" hvers farþega. Síðastgreind takmörkunar- fjárhæð gildir vitanlega aðeins um annan farangur en þann, sem áður var talinn (handfarangur, peninga o.fl.) og svo um seinkun (sjá upp- hafsákvæði 2. mgr.), þrátt fyrir ónákvæmt orðalag laganna, sbr. það, sem er innan tilvitnunarmerkja. Takmörkunarfjárhæð skv. ofangreindu miðast við hverja einstaka ferð, 3. mgr. 141. gr. Verði farþegi t.d. fyrir því, að farangur hans 23 Um reglur 4. og 9. kafla sigll. um takmörkun bótaábyrgðar, sjá Arnljótur Björnsson (1987a) og (1987b). 24 í 2. mgr. 141. gr. og 142. gr. er „bifreið" notað í stað orðsins „ökutæki" gagnstætt því, sem gert er í 3. mgr. 120. gr. og 2. mgr. 150. gr. og öllum samsvarandi ákvæðum annarra norrænna sigll. 237
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.