Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 32
Dómsmálaráðherra var af þessu tilefni sérstaklega spurður að því
hvort til þess væri ætlast að saksóknari héldi sama eftirlaunarétti og
hæstaréttardómarar og svaraði þannig: „ ... ætlazt er til, að saksókn-
ari hafi í öllu sömu launakjör og hæstaréttardómarar, að svo miklu
leyti sem ekki verður talið, að hæstaréttardómurum séu fengin með
sjálfri stjórnarskránni lögkjör á þann veg, að óheimilt sé að veita öðr-
um embættismönnum þau nema með stjórnarskrárbreytingu. Þetta er
sá almenni leiðarvísir, sem eftir ber að fara, og held ég, að við bætum
okkur ekki á því að ræða það atriði ýtarlegar hér. En ég vil lýsa því
sem almennri reglu, að ég tel eðlilegast, að í öllu því, sem talið verður
heimilt innan ramma stjórnarskrárinnar, séu lögkjörin svipuð eða hin
sömu hjá þessum embættismanni og hæstaréttardómui'unum. Það er
minn skilningur á þessu ákvæði“ (AT 1960 B: 1039). Þá skal þess
getið að í 2. gr. frumvarpsins 1973 var sagt að umboðsmaður skyldi
njóta sömu launakjara og hæstaréttardómarar og „að auki má veita
honum viðbótargreiðslur, dagpeninga o.s.frv. eftir því sem þurfa
þykir.“
Því eru svo mörg orð höfð um þetta ákvæði að undir hugtakið lög-
kjör geta almennt ekki einungis fallið hvers konar launakjör og líf-
eyrisréttindi heldur og ýmis önnur starfskjör eins og t.d. öryggi í
starfi, en að því leyti er réttarstaða umboðsmanns einmitt lakari en
ríkissaksóknara, sbr. 2. mgr. 1. gr. laganna. Ekki verður bætt úr vafa
í þessu efni með reglugerð skv. 15. gr. laganna, en þá er á það að líta
að skv. 2. gr. 1. 92/1986 um Kjaradóm ákveður dómurinn launakjör
ríkissaksóknara og svo verður líklega einnig um umboðsmann.
4. Sjálfstæði (4. gr., 14. gr. og 2. mgr. 13. gr.)
„Umboðsmaður er í störfum sínum óháður fyrirmatlum frá öðrum, þar með töldu Al-
þingi." (4. gr.).
„Umboðsmaður ræður sjálfur starfsfólk síns embættis. Um fjölda þess og launakjör skal
farið eftir reglum sem Alþingi setur skv. 15. gr.“ (14. gr.).
„Umboðsmanni er óheimilt að hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofn-
ana eða einkafyrirtækja." (2. mgr. 13. gr.).
Skv. þessu er í lögunum reynt að tryggja sjálfstæði umboðsmanns í
störfum, einkum með þrennum hætti: 1. Hann er óháður fyrirmælum
frá öðrum. 2. Hann ræður sjálfur starfsfólk sitt. 3. Hann má ekki hafa
með höndum launuð störf í annarra þágu.
Um 1. Þótt umboðsmaður sé kosinn af Alþingi og eigi að gefa því
skýrslu um störf sín skv. 12. gr. laganna getur Alþingi ekki gefið hon-
um bein fyrirmæli í starfi, ekki heldur í skjóli 15. gr. laganna. Eru
öll tvímæli tekin af í þessu efni í 4. gr. laganna sem felur í sér frávik
254