Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 25
I. INNGANGUR Hinn 20. mars 1987 voru sett lög nr. 13 um umboðsmann Alþingis og tóku þau gildi 1. janúar 1988. Er þá Island loksins komið í hóp þeirra ríkja sem telja umboðsmannsfyrirkomulag mikilvægt úrræði til þess að tryggja réttaröryggi. Meðal þeirra eru öll hin Norðurlöndin þar sem uppruni þessa fyrirkomulags er talinn vera. Umboðsmaður hefur starfað í Svíþjóð síðan árið 1809, í Finnlandi frá árinu 1919, í Dan- mörku frá 1954 og í Noregi frá árinu 1963. Hér á eftir verður einungis fjallað um hin nýju lög en hvorki rætt almennt um umboðsmanns- embættið né gerður samanburður á íslensku lögunum og hinum nor- rænu eða öðrum þar sem umboðsmannskerfi er við lýði. (Um það efni sjá t.d. Sigurður Gizurarson: Ú 1987: 119-134, sbr. AT 1973-1974 A: 703-727). II. AÐDRAGANDI UMBOÐSMANNSLAGANNA Árið 1963 lagði Kristján Thorlacius fram á Alþingi (á 84. löggjafar- þingi) svohljóðandi tillögu til þingsályktunar um undirbúning löggjaf- ar um embætti lögsögumanns: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa fimni manna nefnd til þess að undirbúa löggjöf um stofnun embættis lögsögumanns, með sérstakri hliðsjón af löggjöf á Norður- löndum um embætti „ombudsmands“. Hverjum þingflokki skal gefinn kostur á að tilnefna einn mann í nefndina. Hinn fimmti skal tilnefndur af hæstarétti, og sé hann formaður.“ I greinargerð með tillögunni sagði m.a. að hér á landi hefði á síðari áratugum orðið ör þróun í þá átt að ríkisvaldið og bæj aryfirvöld hefðu meiri afskipti af málum er snertu daglegt líf einstaklinganna. Þótt allir ættu að vera jafnir fyrir lögum vildi út af því bregða. Tilgangurinn með stofnun embættis lög- sögumanns ætti að vera sá að auka möguleika þess að lög og reglur þjóðfélagsins gengju réttlátlega yfir alla. Væri bæði átt við þau hlunn- indi sem þjóðfélagið veitti þegnum sínum og þær kvaðir sem á þá væru lagðar, svo og meðferð refsimála og afplánun refsinga þeirra er brot- legir gerðust. Um nafngift þessa embættismanns sagði að vel færi á því að nefna hann lögsögumann þar sem eitt af verkefnum hans yrði að leiðbeina mönnum um hvað væru lög, en einmitt því hlutverki hefði lögsögumaður gegnt að fornu þótt með öðrum hætti væri. (AT 1963 A2: 935). I framsöguræðu sinni sagði flutningsmaður m.a. að á síðari árum gætti aukinnar tortryggni um að lögum og reglum væri réttlát- 247
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.