Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 44
um meðferð opinberra mála, eftir því sem við á. Heimilt er málsaðila að vera viðstadd-
ur vitnalciðsluna. Honurn skal, ef þörf krefur, skipa réttargæslumann samkvæmt ákvæð-
um 2. mgr. 80. gr. laga nr. 74/1974. Ákveða má að vitnaleiðslur þessar skuli fara fram
fyrir luktum dyrum." (3. mgr. 7. gr.).
Þetta ákvæði er í nánum tengslum við hinn almenna upplýsingarétt
umboðsmanns sem áður var rætt um. Er ákvæðið samhljóða 3. mgr.
8. gr. í frumvarpinu 1973, eins og átt hefði að skýra það ákvæði þrátt
fyrir það orðalag að umboðsmaður (sjálfur) gæti kvatt mann fyrir
dóm. 1 athugasemdum við þá grein frumvarpsins sagði að víðtækar
heimildir umboðsmanns til öflunar vitneskju varði ekki aðeins stjórn-
valdshafa heldur geti hann og neytt þeirra ráða sem tiltæk séu í dóms-
málum til rannsóknar og gagnaöflunar.
Vitnaleiðslurnar skulu fara eftir reglum um meðferð opinberra mála,
einkum X. og XII. kafla þeirra laga, og vísast um það til réttarfarsins.
Með þessu ákvæði er nokkuð vel fyrir því séð að tryggja umboðs-
manni lagaúrræði til þess að afla gagna til að byggja niðurstöðu á.
3. Andmælaréttur (9. gr.)
„Nú ákveður umboðsmaður Alþingis að taka til meðferðar kvörtun á hendur stjórn-
valdi og skal þá strax skýra stjórnvaldinu frá efni kvörtunarinnar nema liætta sé á að
rannsókn kunni að torveldast af þeim sökum. — Jafnan skal gefa stjórnvaldi, sem kvört-
un beinist að, kost á að skýra málið fyrir umboðsmanni áður en hann lýkur málinu
með álitsgerð skv. b-lið 2. mgr. 10. gr." (9. gr.).
Þetta ákvæði sýnist verða að skýra svo að umboðsmanni sé ætíð
skylt að greina stjórnvaldshafa frá efni kvörtunar. Hann á að gera
það strax ef hann telur ekki hættu á að rannsókn kunni að torvaldast
af þeim sökum, ella bíður hann með það. Ljóst er að stjórnvaldshafi
nýtur ætíð andmælaréttar ef máli lýkur með álitsgerð. Eins og 1. mgr.
9. gr. er orðuð er hins vegar ekki ljóst hvort það ákvæði felur í sér
andmælarétt stjórnvaldshafa. Um ákvæðið segir í athugasemdum það
eitt að því sé ætlað að tryggja að málsmeðferð sé drengileg gagnvart
þeim stjórnvaldshafa sem hlut á að máli. I athugasemdum við sams
konar ákvæði í 10. gr. frumvarpsins 1973 var hins vegar tekið af skar-
ið í þessu efni og sagt að því ákvæði sé ætlað að tryggja það „að stjórn-
vald eða sá opinberi sýslunarmaður sem kvörtun beinist gegn fái fullt
tækifæri til að verja sig, eða m.ö.o. að tryggð sé drengileg meðferð máls
hans.“ Þar var því gert ráð fyrir því að í kjölfar tilkynningar um efni
kvörtunar gæfist viðkomandi stjórnvaldshafa ætíð kostur á að skýra
mál sitt.
I greinargerð með lögunum er ekki að finna leiðbeiningu um það
hvernig skýra eigi orðalagið „nema hætta sé á að rannsókn kunni að
266