Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Síða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Síða 30
Verði starfslok með þeim hætti sem greinir í fjórum fyrstu tilvikun- um skal kjósa umboðsmann að nýju til fjögurra ára með sama hætti og áður er getið. Um frávikningu umboðsmanns gilda sérreglur og verða þær því gerðar að umtalsefni hér. Umboðsmanni verður vikið úr starfi ef „tveir þriðju“ hlutar þing- manna samþykkja það. Var lagafrumvarpinu breytt í þetta horf í með- ferð Alþingis því að samkvæmt því gat „meirihluti sameinaðs þings“ vikið umboðsmanni úr embætti. Auk þess var beinlínis tekið fram í frumvarpinu að með meirihluta væri átt við meira en helming allra alþingismanna. 1 frumvarpinu 1973 sagði hins vegar að umboðsmaður yrði sviptur starfi ef „sameinað þing samþykkir með tveimur þriðju hlutum greiddra atkvæða". 1 athugasemdum sagði að um væri að ræða sömu reglu og í norsku lögunum sem þætti eðlilegri en danska reglan þess efnis að meiri hluti þjóðþingsins gæti svipt umboðsmann starfi. 1 athugasemdum með frumvarpinu að lögunum segir hins vegar um þetta ákvæði að eðlileg sé sú regla að meiri hluti allra alþingismanna geti vikið umboðsmanni úr embætti. Sé það sami háttur og ríki í Dan- mörku og í samræmi við þá skipan að umboðsmaðurinn sæki umboð sitt beint til Alþingis eins og það er skipað hverju sinni. Var þannig gert ráð fyrir því að samræmi væri á milli kjörs umboðsmanns og frá- vikningar hans. Eins og áður segir var þessu breytt í meðförum Al- þingis af ástæðum sem ekki koma fram í lögskýringargögnum. Það er því ekki alveg ljóst hvað átt er við með tveimur þriðju hlutum þing- manna í þessu sambandi. Sé tekið mið af frumvarpinu 1973 gæti þetta þýtt tvo þriðju hluta greiddra atkvæða í sameinuðu þingi en sé litið til frumvarpsins að lögunum eins og það var gæti merkingin verið tveir þriðju allra þingmanna og þá væntanlega við atkvæðagreiðslu í sameinuðu þingi. Sýnist bein orðskýring ákvæðisins leiða til þeirrar niðurstöðu. Hefði Alþingi að ósekju mátt taka af vafa í þessu efni. 1 lögunum segir ekkert um það hvaða ávirðingar geti leitt til brott- vikningar úr embætti og leiðbeiningu um það er ekki að finna í lög- skýringargögnum. Sama máli gegnir t.d. um það hvort áminning sé nauðsynlegur undanfari frávikningar, hvort aðeins sé um að ræða frá- vikningu fyrir fullt og allt eða hvort brottvikning um stundarsakir geti komið til og hvort umboðsmaður nyti þá biðlauna. Að svo vöxnu máli verður að ætla að réttarstaða umboðsmanns sé a.m.k. ekki lakari en annarra opinberra starfsmanna skv. starfsmannalögum (1. 38/1954), en eðlilegt hefði verið að taka af vafa í þessum efnum vegna sérstöðu umboðsmanns miðað við aðra embættismenn hins opinbera. 252

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.