Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Blaðsíða 35
verksviði umboðsmanns: a. Alþingi. b. Dómstólar í dómsathöfnum. c. Þjóðkirkjan um trúarkenningar. — 2. Stjórnsýsla sveitarfélaga fellur undir verksvið umboðsmanns með þeim takmörkunum sem hér skal greina: a. Stjórnsýslu þjóðkjörinna sveitarstjórna tekur umboðsmað- ur eingöngu til meðferðar að sjálfs sín frumkvæði ef hann telur sjón- armið réttaröryggis eða aðrar sérstakar ástæður liggja til, sbr. 1. mgr. 7. gr. b. þegar umboðsmaður fjallar um málefni sveitarfélaga ber hon- um að hyggja að sérhögum þeirra.“ I greinargerð með þessu ákvæði sagði að Alþingi væri skilið undan verksviði umboðsmanns bæði um löggjafarmálefni og stjórnsýslu og félli því skrifstofa Alþingis utan við verksvið hans. Sama gilti um einstaka stjórnsýslugerninga sem Al- þingi gerði. Dómstólar væru undanskildir verksviði umboðsmanns um dómsathafnir. Hins vegar gæti umboðsmaðurinn fjallað um stjórn- sýsluathafnir dómstóla. Þar sem stjórnsýsluathafnir væru svo stór þáttur í starfi sýslumanna og bæjarfógeta þætti ekki rétt að þiggja þá að því leyti undan verksviði umboðsmanns. Yrði umboðsmaður að skera úr vafaatriðum um það hvort um dómsathöfn eða stj órnarathöfn væri að ræða. Sama regla gilti um öll dómaraembætti svo fremi sem þau fengjust einnig við stjórnsýslu. Þá væri þjóðkirkjan undanskilin verksviði umboðsmanns um trúarkenningar sínar en umboðsmanni bæri að skera úr vafa í þeim efnum. Svo sem áður greinir segir einungis í lögunum að umboðsmaður hafi „eftirlit með stjórnsýslu ríkis“ án nokkurra undantekninga og í lög- skýringargögnum er ekki að finna neitt um það að tilætlun löggjaf- ans hafi verið að þrengja þetta eftirlitsvald. Verður því að skýra ákvæðið svo að eftirlitsvald umboðsmanns nái til hvers konar stjórn- sýslu á vegum ríkisins, þ.á m. Alþingis og dómstóla. Að því er varðar eftirlitsvald umboðsmanns gagnvart stjórnsýslu sveitarfélaga er tekið fram í greinargerð að valdsvið umboðsmanns gagnvart sveitarstjórnum verði það sama og landsstjórnarinnar. Þá er sagt að lögunum sé ekki ætlað að fela í sér nein efnisákvæði um það hvaða ákvarðanir sveitarstjórna sæti eftirliti landsstjórnarinnar. Skv. þessu nær eftirlitsvald umboðsmanns aðeins til þeirra stjórnsýslumála sveitarfélaga sem skv. stjórnsýslurétti verður skotið til miðstjórnar með stjórnsýslukæru. Skilyrði afskipta umboðsmanns er hins vegar það að kæruleið hafi verið tæmd, sbr. 3. mgr. 6. gr. laganna. 6. Hæfi (1. mgr. 1. gr. og 2. mgr. 13. gr.) Umboðsmaður „skal uppfylla skilyrði laga til að mega gegna embætti hæstaréttardóm- ara og má ekki vera alþingismaður." (1. mgr. 1. gr.). 257
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.