Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Síða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Síða 39
til að leiðrétta ákvarðanir, sem séu hugsanlega rangar, áður en farið sé til aðila utan stjórnkerfis þeirra með kvartanir", eins og það er orð- að. Slíkt væri óviðeigandi því að síðar gæti e.t.v. komið í Ijós að æðri stjómvaldshafi hefði leiðrétt það sem kvörtunin beindist að ef hann hefði fengið tækifæri til þess. Tekið er fram að ef umboðsmaður vísi frá sér kvörtun með þeim rökum að kærustig hafi ekki um það fjallað sé rétt að hann láti viðkomandi stjórnvaldshafa í té vitneskju um af- stöðu sína. Þá segir og að af ákvæði 3. mgr. 6. gr. leiði að sé kvartað undan öðru atferli en því sem sætir kæru, „t.d. málsmeðferð eða fram- komu opinbers starfsmanns,“ þurfi einstaklingur ekki að kæra til æðri stjórnvaldshafa og bíða eftir úrskurði hans áður en kvörtun er borin fram við umboðsmann. Þetta orðalag er of ónákvæmt til þess að uhnt sé að fullyrða hvað felst nánar í því og verður reynslan að skera úr. b) Kvörtunaraðild „Kvörtun getur hver sá borið fram við umboðsmann sem telur stjórnvald hafa beitt sig rangindum." (2. mgr. 5. gr.). Þetta ákvæði laganna er samhljóða 2. mgr. 7. gr. í frumvarpinu 1973. Af athugasemdum við 2. gr. laganna verður ráðið að aðild geta átt bæði einstaklingar og lögpersónur, hvort heldur eru einkafyrirtæki, sameignarfélög, hlutafélög, samvinnufélög eða almenn félög. Þá er sérstaklega tekið fram í athugasemdum við þetta ákvæði laganna að ekki sé skilyrði að kvartandi sé íslenskur ríkisborgari. Hins vegar er ekki minnst á önnur atriði, svo sem t.d. sjálfræði eða fjárræði. c) Kvörtunarform „Kvörtun til umboðsmanns skal vera skrifleg og skal þar greint nafn og heimilisfang þess er kvartar. Oll tiltæk sönnunargögn um málsatvik sktdu og fylgja kvörtun." (l.mgr. 6. gr.). 1 athugasemdum við þetta ákvæði segir það eitt að hér sé um lág- marksformskilyrði kvörtunar að ræða. Til þess geti komið að starfs- fólk umboðsmanns veiti aðstoð og leiðbeiningar við að koma kvörtun í skriflegt og tækt form. Við nafnlausum kvörtunum taki umboðsmað- um ekki. Hvorki í lögunum né greinargerð er nánar kveðið á um efni kvört- unar en telja verður að í því ákvæði 1. mgr. að öll tiltæk sönnunar- gögn um málsatvik skuli fylgja kvörtun felist það að málavaxta skuli getið a.m.k. í aðalatriðum. Eðli máls samkvæmt verða varla gerðar minni kröfur í þessu efni en til efnis stjórnsýslukæru. Ekki er ljóst 261

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.