Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Side 48

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Side 48
ítrekað að umboðsmanni hlýtur að verða mikill vandi á höndum að uppfylla þessa skyldu sína. Má með nokkrum glannaskap slá því fram að hann verði knúinn til að loka augunum í ríkum mæli eigi hann ekki að verða sakaður um að bregðast skyldum sínum. 5. Álitsgerð (b-liður 2. mgr. 10. gr.) Umboðsmaður „getur“ gefið álit um hvort „athöfn" stjórnvaldshafa brýtur í bága við lög eða gegn „góðum stjórnsýsluháttum“. Skv. orðanna hljóðan er umboðsmanni ekki skylt að láta álit í té. En vandséð er hvernig tilgangi laganna verður náð án þess, hafi umboðsmaður hvorki vísað máli frá né fellt það niður. Kvartandi hlýt- ur að eiga rétt á efnisúrlausn ef aðrir afgreiðslumöguleikar eiga ekki við. Ekki segir í lögunum eða lögskýringargögnum í hvaða formi álits- gerð skuli vera. Eðli máls samkvæmt hlýtur hún að vera skrifleg og rökstudd. Þá er ekki lagt á umboðsmann að gefa álit innan tiltekins frests en það hefði þó ekki verið óeðlilegt, t.d. í samræmi við venju í dómsmálum. Umboðsmanni verður vandi á höndum að meta hvað séu góðir stjórn- sýsluhættir, svo sem upplýsingum um stjórnsýsluvenjur er háttað hér á landi. f athugasemdum segir það eitt að umboðsmaður geti látið í ljósi álit á því „hvort stjórnvald hafi farið að með nægilegri gætni og sanngirni“. Þannig megi hann láta uppi álit „á hreinum matsatriðum“. Loks skal á það bent að í ákvæðinu er einungis talað um „athöfn“ stjórnvalds og blasir þá gagnályktun við. Sá skýringarkostur væri þó mjög óeðlilegur því að oftar en ekki má rekja misbresti í stjórnsýslu til aðgerðaleysis stjórnsýsluhafa. Athugasemdir við þetta ákvæði laganna lúta nær eingöngu að þeim afgreiðslumöguleika umboðsmanns að láta álit í té. Sýnist mega álykta af því að frumvarpshöfundar telji þann þátt mikilsverðastan. f grein- argerð með frumvarpinu 1973 var tekið af skarið í þessu efni og sagt að ráð sé fyrir því gert að heimild til álitsgjafar „verði þungamiðjan í starfsaðferð og valdi umboðsmanns“. IX. ÞAGNARSKYLDA „Umboðsmanni ber að gæta þagnarskyldu um þau atvik sem honum verða kunn í starf- inu og leynt eiga að fara vegna lögmætra almanna- eða einkahagsmuna. Sama gildir um starfsmenn umlioðsmanns. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi." (8. gr.). 270

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.