Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Síða 62

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1987, Síða 62
Skyldugreinar samkvæmt þessari uppástungu myndu nema sem næst helm- ingi tilskilins einingafjölda og yr5u eftirfarandi: Almenn lögfræSi með ágripi af réttarsögu, réttarheimspeki og réttarfélags- fræði (sennilega heilsársgrein), eignarréttur I með ágripi af veðrétti, einkamála- réttarfar I, félagaréttur I með ágripi af fyrirtækjarétti, félagsmálaréttur I, fógeta- gerðir I með ágripi af skipta-, gjaldþrota- og uppboðsrétti, refsiréttur I með ágripi af opinberu réttarfari, samningaréttur I með ágripi af kröfurétti, ágrip af sifja-, erfða-, barna- og persónurétti, skaðabótaréttur I, skattaréttur I, stjórnarfarsréttur I, stjórnskipunaréttur I og þjóðaréttur I með ágripi af alþjóð- legum einkamála- og viðskiptarétti. Yfirferð í einstökum skyldugreinum mætti að sjálfsögðu stjórna með fjölda tíma á viku, og engin ástæða til að þær vegi allar jafnt, þó að heildareininga- fjöldi miðaðist við 60 einingar, eða sem næst helming námsins, eins og áður segir. Rómversku tölurnar þjóna þeim tilgangi einum að skilja þessar skyldu- greinar frá samnefndum kjörgreinum, þar sem miklu nánar yrði farið yfir við- komandi efni og þá í sem ríkustum mæli með raunhæfum dæmum og verk- efnum. Hinn helmingur námsins væri fólginn f kjörgreinum á fimm sérsviðum, sem nemendur gætu valið eftir eigin óskum skv. skiptingarreglunni 30+15+15, sem áður er nefnd. Sérsviðin væru þessi: 1) Stjórnsýslusvið: Félagsmálaréttur II, opinber stjórnsýsla, skattaréttur II, stjórnarfarsréttur II og stjórnskipunarréttur II. Mælt er með þessum greinum af öðrum sviðum lagadeildar: Alþjóðastofn- unum, bankarétti, bókfærslu, endurskoðun, innflytjenda- og flóttamannarétti, mannréttindum, sjórétti og vinnurétti. Mælt er með þessum greinum úr öðrum deildum: íslenska stjórnkerfinu, kirkjurétti, stjórnun o.s.frv. 2) Viðskiptasvið: Alþjóðlegur viðskiptaréttur, bankaréttur, þ.m.t. víxlar og tékkar, bókfærsla, eignarréttur II, þ.m.t. þinglýsingar, endurskoðun, félagarétt- ur II, fyrirtækjaréttur, hugverkaréttur, kröfuréttur, samninga- og skjalagerð, samningaréttur II, sjóréttur, skaðabótaréttur II, vátryggingaréttur og veðréttur. Mælt er með þessum greinum af öðrum sviðum lagadeildar: Bankarétti og skattarétti II. Mælt er með þessum greinum úr öðrum deildum: Markaðsbandalögum, stjórnun, útflutningsatvinnugreinum, viðskiptaensku og eflaust fleiri greinum úr viðskiptadeild, svo sem viðbótarbókfærslu og endurskoðun. 3) Málflutningssvið: Alþjóðlegur einkamálaréttur, einkamálaréttarfar II, fógetagerðir II, opinbert réttarfar, skipta- og gjaldþrotaréttur og uppboðs- réttur, þ.m.t. nauðungaruppboð. Mælt er með þessum greinum af öðrum sviðum lagadeildar: Bókfærslu, eignarrétti II, endurskoðun, félagarétti II, refsirétti II, samninga- og skjalagerð, samningarétti II, skaðabótarétti II og veðrétti. Mælt er með þessum greinum úr öðrum deildum: Afbrotafræði og sálfræði (t.d. framburður vitna). 4) Einstaklingsverndarsvið: Barnaréttur, erfðaréttur, innflytjenda- og flótta- mannaréttur, persónuréttur, refsiréttur II, sifjaréttur og vinnuréttur. 284

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.