Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Page 8

Tímarit lögfræðinga - 01.02.1995, Page 8
íslenska lýðveldisins, sem ávarpaði Hæstarétt fyrir hönd málflutningsmanna, sagði meðal annars: „Þessi stund mun jafnan talin merkisstund í sögu íslensku þjóðarinnar. Sú stund er æðstu dómendur í íslenskum málum taka aftur sæti til dóma á fóstur- jörð vorri. Þessi atburður, sem hér á sér stað nú í dag, hlýtur að vekja fögnuð í hjörtum allra íslendinga. Hann er einn af áþreifanlegu vottunum um að vér höfum aftur fengið fullveldi um öll vor mál“. A afmælum er gjama staldrað við, horft til baka, árangur metinn og jafn- framt litið til framtíðar. í tilefni 75 ára afmælis Hæstaréttar þótti rétt að minnast þess með ýmsu móti. Efnt verður til hátíðarsamkomu á afmælisdaginn þar sem þessara tímamóta verður minnst. I samvinnu Hæstaréttar og Lögfræð- ingafélags íslands er það hefti Tímarits lögfræðinga, er nú lítur dagsins ljós, helgað afmælinu. Birtast hér nokkrar greinar um þróun, stöðu og áhrif réttar- ins, svo og um innra starf og annað, er að honum snýr. Er lögfræðingafélaginu og ritstjóra tímaritsins þökkuð sérstaklega sú velvild að ljá rúm tímaritsins í þessu skyni. I sögu þjóðar eru 75 ár ekki langur tími. Engu að síður er hiklaust unnt að fullyrða að hið íslenska þjóðfélag sé allt annað á árinu 1995 en það var á árinu 1920 þegar Hæstiréttur kom fyrst saman. Þannig hafa lifnaðarhættir þjóðarinnar gjörbreyst. Byltingarkenndar breytingar hafa orðið í atvinnulífi, samgöngum, menntun, viðskiptum, fjölmiðlun og þannig mætti áfram telja. Af þessu hefur óhjákvæmilega leitt að starf Hæstaréttar og annarra dómstóla landsins er nú með allt öðrum hætti. Urlausnarefnin eru önnur og fjölbreyti- legri og jafnframt margfalt fleiri. Löggjöf á flestum sviðum hefur tekið veru- legum breytingum og ný lagasvið hafa komið til sögunnar. Þrátt fyrir allar þessar breytingar má samt segja að löggjöfin um dómstóla og réttarfar hafi lengst af á þessu tímabili tekið litlum breytingum og svarað kalli tímans seint. A síðustu árum hafa hins vegar verið gerðar miklar úrbætur á réttarfari og dómstólaskipan, sem vænta verður mikils af. Á það ber þó að benda að staða Hæstaréttar sem eina áfrýjunardómstólsins er óbreytt og þrátt fyrir nokkrar úrbætur hefur enn ekki tekist að tryggja svo viðunandi sé að málsmeðferð þar taki ekki óhóflega langan tíma. Þarf enn að huga að bótum í þeim efnum. I hinu margslungna þjóðfélagi nútímans er ekki síður þörf fyrir sterkt og óháð dómsvald en var fyrir 75 árum. Lögfræðingum hefur löngum þótt sem skilningur á þessu mætti vera meiri í þjóðfélagi okkar. Óhætt er þó að fullyrða að þessi skilningur hafi farið vaxandi og um það vitna meðal annars þær breytingar á réttarfarslöggjöf, sem áður var að vikið. Hér gegnir Hæstiréttur auðvitað lykilhlutverki og ríður á að svo sé um búið að staða hans og að- búnaður verði jafnan með þeim hætti að hann geti óumdeilanlega valdið því hlutverki. 1 þessu sambandi er ástæða til að fagna því að hafnar eru fram- kvæmdir við nýtt dómhús Hæstaréttar, sem fyrirhugað er að verði tekið í notk- un á árinu 1996. Er enginn vafi á að með bættri aðstöðu þar verður réttinum gert auðveldara að anna þeim verkefnum, sem til hans berast. 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.